Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 85
86
sýnir, að það liggr subjektiv ástæða til grundvall-
ar fyrir neitan þessara manna. 0g þegar að er
gáð, mun það sjást, að þetta er afstaða allra neit-
enda. »Það er ekki unnt að trúa því, að þetta
hafi gjörzt ogþáer ómögulegt, að það hafigjörzt.«
Þannig er hugsunargangrinn. En factum er fact-
um eða staðhöfn er staðhöfn — svo að jeg viðhafi
íslenzkan nýgjörfing, sem ekki er sagf, að allir
skilji þó. Það, sem hefir haft sér stað, það hefir haft
sér stað, hvort sem eg trúi því eða trúi því ekki.
Mín afstaða breytir sögulegri staðhöfn ekki að neinu.
Það getr þess vegna ekki verið rétt að láta manns eig-
in vantrú eða manns eigin heimsspekilegu lifsskoðan
skera úr, livað sé og hvað ekki sé söguleg stað-
höfn. Enginn getr haft leyfi til eptir eigin geð-
þótta að segja, hvað hafi gjörzt og hvað ekki hafi
gjörzt. Það, sem hefir gjörzt, á auðvitað að hafa
áhrif á skoðan vora, en ekki skoðan vor á það.
Þegar hinum yfirnáttúrlega uppruna kristin-
dómsins er neitað, þá er hin subjektiva afstaða við
hina sögulegu staðhöfn kristindómsins látin ráða.
Og er þá sú afstaða fólgin 1 því, að fyrirfram er
ákveðið, hvað sé mögulegt og hvað ekki sé mögu-
legt. Þetta er afstaða vantrúarinnar við það, sem
skynsemin fær ekki skilið, hvernig hafi getað gjörzt.
Kristindómrinn getr ekki, hugsa þessir menn sér,
hafa haft yfírnáttúrlegan uppruna og þvi hefir
hann heldr ekki haft yfirnáttúrlegan uppruna. Það
er afstaðan. Og það er hún, sem eðlilega erlíka
látin ráða fyrir, þegar yfirnáttúrlegum uppruna
guðs orðs er neitað og þegar samkvæmt því guð-
dómi drottins vors og frelsara, Jesú Krists, er neitað.
Hann hefir ekki verið annað en maðr, af því það