Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 59
59
dauðans sannleikr. Allr sá sannleikr, sem þessi
skáld koma með, er sýning af þeirri svörtu hlið
tilverunnar, sem heitir dauði. Hina hliðina sjá þeir
•ekki, eða ef' þeir sjá hana, þá er sú hliðin í þeirra
augum líka orðin dimm. Þeir draga vantrúarhjúp-
inn sinn yflr hana, svo öll tilveran stendr á eftir,
i sýningunum þeirra, í eilífum dauðans skugga.
Öll tilveran breytist 1 höndunum á þeim í einn
skuggalegan, huggunarlausan dauðans urðarteig,
og fyrir ofan þann urðarteig ekkert nema köld og
tilflnningarlaus tröll, enn voðalegri að sínu leyti en
risalíkneskjurnar, sem náttúran heflr hlaðið upp
á bak við Urðarteigslandið í Berufirði.
En hvernig stendr á því, að þessi aðalskáld-
skapr nútíðar-realistanna er orðinn eins og hann
er, stefnir svona út í huggunarlaust myrkrið, er
kominn svona greinilega með mannsandann í trölla-
hendr? Það stendr svo á því, að hin svokölluðu
rómantisku skáld, sem ráðandi voru í skáldskapar-
heiminum næst á undan realistunum, voru langt um
of miklir idealistar og optimistar, sem nærri því
voru blindir fyrir hinum svarta virkilegleik í
tilverunni eða að minnsta kosti vildu ekkert veru-
legt tillit til hans taka. Þeir máluðu ekki mann-
lífið með náttúrlegum litum. Það varð í þeirra
höndum óeðlilega bjart. Þeir lentu með það upp
fyrir skýin. Mannheimrinn þeirra er eins og ljós-
álfaheimr. Þeir teikna lífið eins og þeim heflr
fundizt að það ætti að ganga, en ekki eins og það
gengr oft, til þess ekki að segja oftast, í virki-
legleikanum. Þeir lifa að eins í æflntýris-hug-
myndinni. Allt hlýtr í huga þeirra að enda svo
makalaust vel. Auðvitað láta þeir all-mikið af ill-