Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 96
96
neiti guðs orði og sýni með því í verkinu fram á
þetta samhengi. — Væri ekki þetta lifandi
samhengi milli guðs orðs og trúarlærdómanna,
þá væru þeir eins og máluð léreptsblóm, sem
stungið er í blómstrpott. Þegar þú kippir þessum
ljereptsblómum upp, þá sérðu, að þau hafa ekki
vaxið upp af neinu. En ef þú ætlar þér að kippa
upp trúarlærdómunum, þá muntu komast að raun
um, að þeir hafa rót og að þeir eru rótfastir í
gtiðs orði. Hver sá, sem því slítr sig frá trúarlær-
dómunum, hann slítr sig frá guðs orði. Þetta er
staðhöfn. Kirkjusagan sannar það. 0g það veit
líka hver og einn, sem kynnzt hefir mönnum, sem
byrjað hafa á því að neita einhverjum trúarlær-
dónium, hvort heldr það t. d. hefir verið for-
dæmingarlærdómrinn eða einhver annar, þó ekki
hafi það verið hjartað í þeim sjálft — guðdómr
drottins vors og frelsara, Jesú Krists. Það hefir
reynzt, að þeir allir hafa farið um leið meir eða
minna að vefengja guðs orð. Sú staðhöfn staðfest-
ir þá lika það, sein áðr var sagt um hið organiska
samhengi milli trúarlærdómanna og guðs orðs.
Það hefir opt verið tekið fram, að lærdómr-
inn um guðdóm Jesú Krists væri hjartað í krist-
indóminum, og að þeir, sem neituðu þessu atriði
gætu ekki talizt kristnir menn. Þetta er satt. Ef
hjartað er slitið úr manninum, verðr þá nokkuð líf
eptir í honum? Og ef hjartað er slitið úr kristin-
dóminum, hvað verðr þá eptir? Og hvernig geta
þá þeir, sem það gjöra, haldið áfram að kalla sig
kristna? Það ersprottið af misskilningi fyrir þeim
og með fram líka af því, að þeir hafa fengið ein-
hverja ást á nafninu og vilja því ekki missa það,