Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 138
138
prjedikunaraðferð. Þeir verða að prjedika blaða-
laust, ef þeim er annt um viðreisn íslenzku kirk-
junnar. Aðalorsökin til þess, að kirkjur á íslandi
eru almennt illa sóttar, er fólgin í prjedikunarað-
ferð prestanna. Jeg ætla alls eigi í þessu sam-
bandi að tala um efni og innihald prjedikananna.
■Jeg vona, óska og bið til drottins, að allir ís-
lenzkir prestar, eins og aliir kristnir prestar um
allan heim, láti allar prjedikanir sínar beinlínis
eða óbeinlínis snúast um Jesúm Krist, frelsara
vorn. Jeg ætla að eins að tala um prjedikunar-
aðferðina.
Prjedikunaraðferð allra íslenzkra presta er upp-
lestur. Eins og kunnugt er, þá lesa allir íslenzkir
prestar ræður sínar upp af blöðum í stað þess að
mæla þær að munni fram. Þetta er frumregla
þeirra að því, er ræðuhald snertir. Sumir íslenzkir
prestar lesa ljómandi vel upp ræður sínar. Meðal
þeirra má telja prestana hjer vestan hafs ognokkra
presta heima á Islandi.
En hjá flestum íslenzkum prestum fer þessi
upplestur eigi vel. Hann er og í eðli sínu ófögur,
öfug og skaðleg prjedikunaraðferð; Hann hefur
lítil vekjandi áhrif á prestinn og söfnuðinn. Upp-
lestur þessi er auðvitað hægasta og auðveldasta
prjedikunaraðferð, sem hugazt getur. Hún heimt-
ar og venjulega litla andlega vinnu. Presturinn
þarf eigi annað en að hripa niður ræður sínar með
svo læsilegri skript, að hann geti komizt fram úr
þeim, þegar í stólinn er komið. Og þegar bezt
gegnir, þá æflr hann sig í því að lesa þannigupp
af blöðunum, að sem minnst beri á þeim. Hann
æfir sig í því, að fela blöðin sem bezt fyrir aug-