Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 102
102
trúa áreiðanlegleik þeirra, eins og líka Krists-af-
neitarinn þýzki, Dr. Schenkel, sem áðr hefir verið
minnzt á, kannaðist við, þegar hann sagði um þau,
að almættið eitt hefði getað gjört þau. En vegna
þess að hann skoðaði Jesúm Krist að eins sem
mann, þá gátu þau ekki verið sönn, eins og hann
líka tók fram.1 — Fyrir áreiðanlegleik þeirra er
að vísu upprisu kraptaverkið sjálft nægileg trygg-
ing, eins og bent hefir verið á, fyrir utan þær
sannanir, sem ómótmælanlega slá því föstu, að
Jesús Kristr hafi verið meira en maðr. — Og af
sömu ástæðum enn fremr færi eg ekki til vitnis-
burð postulanna, enda þótt hinn sarni Dr. Schenkel
segi um Pál postula, að hann hafi skipað Kristi
það sæti, sem eðlilega leiddi til kirkjutrúarinnar á
guðdóm hans.2 Þó eg sleppi algjörlega öllu þessu,
sem hver hlýtr að sjá, að hefir mikla þýðingu því
máli, sem um er að ræða, til sönnunar, þá er
samt nóg eptir til að sýna og sanna, að þeir menn
styðjast að minnsta kosti ekki við vitnisburð biblí-
unnar, sem staðhæfa það, að Jesús Kristr hafi að
eins verið maðr.
Það getr engum blandazt hugr um það, að
meðvitund Jesú Krists um það, hver hann sjálfr
hafi verið, hafi ákafiega sterkt sannanagildi, svo
framarlega sem hann er ekki gjörðr að svikara
eða alveg dæmalausum ofstækismanni. En áðr en
eg tilfæri staðina, sem sýna það, hver sjálfsmeð-
vitund hans hafi verið, vil eg að eins benda á eitt
atriði mjög náskyit þessu. Það er þetta: / allri
1) Sjá Liddon: The Divinity of our Lord, bls. 155.
2) S. st. bls. 514.