Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 12
12
aldrei i friði. Þótt hann snúi við þeim bakinu og-
taki til fótanna og leiti hinna leynilegustu fylgsna,
þótt hann taki vængi morgunroðans og velji sjer
bústað við yztu höf, þótt hann fari upp í himin-
inn eða gjöri undirdjúpin að sínu legurúmi, verða
þær hvervetna fyrir honum. Hann fær aldrei flú-
ið frá augliti þeirra. Það er hans líf að hugsa um
þær dag og nótt. En það er hans dauði að leitast
ekki við að gefa þeim einhverja úrlausn. Og
spurningarnar eru þessar ? Hvað? Hvaðan? Hvert?
— Hvað er lífið? Hvaðan er það runnið og hvar
hefur það sín upptök ? Hvert stefnir það ? Hvaða
markmið hefur það? Til þess að hafa nokkra
ljósa skoðun á líflnu þarf maðurinn að hafa gjört
sjer einhverja grein fyrir þessum spurningum og
komizt að einhverri úrlausn. Sú grein, sem menn
gjöra sjer fvrir þessum frumspurningum lífsins, og
úrlausnin, niðurstaðan, sem menn hafa komizt aðr
myndar lífsskoðun þeirra. En um úrlausnina skipt-
ast menn. Einn kemst að þessari niðurstöðu, ann-
ar að gagnstæðri. Þess vegna verða lífsskoðan-
irnar líka gagnstæðar og lífsstefnur mannannasvo.
undur-ólikar.
Hvað veldur því, að þessar gagnstæðu lífs-
skoðanir skulu eiga í sífelldri baráttu hver við
aðra? Hvað kemur til þess, að menn, sem fylgja
ólíkum, jafnvel gagnstæðum skoðunum á lífinu, eiga
svo bágt með að viðurkenna jafnrjetti þeirra?
Hvað veldur því, að gagnstæðar skoðanir eru svo
tregar til að taka í höndina hver á annarri og leiða
hver aðra til sætis sem jafn-göfuga systur, þar sem
andarnir sitja á þingi? Hvað annað en sú sann-
færing, að sannleikurinn sje einn og að einungis