Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 58
58
einhverjar feiknahvelfingar, slíkar sem maðr gæti
hugsað sér að tilheyrði einni tröllakirkju, og svo
rísa í loft upp gnapandi turnar frá þeim hvelfing-
um, alla vega iagaðir, en æfinlega stórkostlegir.
Þessir gnapandi turnar fá stundum fyrir auga
áhorfandans á sig nokkurs konar hrottalegar manns-
myndir. Maðr fer ósjálfrátt að hugsa um tröllin.
Þau, svo og svo mörg, sýnast vera stigin upp á
hvelfingarþakið uppi ýfir sínu eigin risavaxna dauð-
ans náttúrumusteri. í alls konar stellingum standa
þau þar: stundum á öðrum fœti, stundum teinrétt,
stundum hokin, stundum sitjandi, stundum eins og
þau hangi í loftinu; köld, stórskorin, œgileg dauð-
ans tröll, sem ríkjandi þar efst uppi í dauðanum
og sjálf steindauð samt rétt eins og glotta til ferða-
mannsins, er fer þar út eða fram eftir ströndinni,
hlæja yfir honum kuldahlátr, út af því, hvílíkt peð
hann er í samanburði við þau og hversu lítið hann
má sín andspænis þeim, fulltrúum hinna dauðu og
tilfinningarlausu náttúruafla. Það er óneitanlega
einhver fegrð í þessum fjallamyndum. En það er
dauðans fegrð. Eg hefi allt af haft djúpa lotning
fyrir þessum fjöllum, en eg hefi æfinlega fyllzt eins
konar myrkfælni, þegar eg hefi farið fram hjá
þeim. Eg hefi hvergi haft eins mikla freisting til
þess að ríða í loftinu, reglulega fantareið, eins og
þegar eg hefi verið þar á ferð, allra helzt hafi eg
verið einn míns liðs.— Með viðlíka tilfinning stend
eg æfinlega frammi fyrir realista tröllunum í skáld-
skaparríki vorrar tíðar. Eg sé þar fegrð og sann-
leika, og eg beygi mig fyrir þeirri fegrð, ber lotn-
ing fyrir þeim sannleika. En eg hræðist hvort-
tveggja, því það er tóm dauðans fegrð og tómr