Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 73
73
og fáránlegu hringför, sem byrjar í svo barnalegri
oftrú og endar vanalega í svartri, örvæntingar-
fullri vantrú. Því að með hnoðað fyrir framan sig
sér maðr bæði illt og gott, liefir það hvorttveggja
fram undan sér, sér með báðum augunum, heldr
frá upphafi til enda fastri meðvitundinni um það,
sem verst, og það, sem bezt er í heimi, og heldr
svo í gegnum lifið eftir beinni stefnu, þangað til
takmarki lífsins er náð, og svo verðr sverðið not-
að sem vopn til varnar og sóknar gegn hinu illa,
sem fyrir verðr á lífsleiðinni.
Eg hefi einhvern tíma sagt, að Jesús Kristr,
mannkynsfrelsarinn sjálfr, væri heimsins mesti re-
alisti. Hugsanin fyrir öllum hinum svokölluðu rea-
Zista-skáldum hefir verið, að sýna mannlífið í þess
virkilegleik eins og líka tilverunnar virkilegleik
yfir höfuð, — hann og ekkert annað. En hinn lif-
andi kærleikans guð, sólin í tilverunni, hefir horfið
þeim að sýn; það, sem bezt er í heimi, hefir orðið
þeim ósýnilegt, og svo hefir realismusinn þeirra
orðið svo hræðilega ósannr einmitt í því, er manns-
sálirnar varðar mestu. Hann hefir komið að eins
með sýning af virkilegleik hinnar vantrúuðu lifs-
skoðunar eftir að hún er búin að missa alla von.
Jesús Kristr er realisti, en auðvitað í allt öðrum
skilningi. Hann sýnir allan virkilegleik mannlífs-
ins, tímans virkilegleik og eilífðarinnar virkileg-
leik, myrkrsins og ljóssins mikla virkilegleik bæði
þessa heims og annars. Hann er mannkynssögunnar
eini fullkomni realisti. Hann einn, afþví að hann
var ljómi guðs dýrðar og ímynd veru hans, hefir
til fulls þekkt virkilegleik lífs og dauða, tíma og
eilífðar. Með realismus frelsarans í hjartanu, hann,