Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 101
101
Eg sleppi því spádómunum um hann. Eg sleppi
því, að Esajas talar um hann sem hinn máttuga,
sterka guð, föður eilífðarinnar. Að Mikka segir
um hann, að hans uppruni skuli vera frá alda öðli,
frá eilífðar dögum. Eg sleppi því, sem Jóhannes
guðspjallamaðr segir um hann sjálfr, þegar hann
talar um hann sem orðið, er var í upphafi, sem
var hjá guði og var sjálft guð, sem skapaði alla
hluti, var allra líf og ljós, sem varð hold — var
því til áðr en hann fæddist —. Eg sleppi því,
að Jóh. segist hafa séð hans dýrð, dýrð sem hins
eingetna föðursins (guðdómsdýrð hans); að enginn
hafi séð guð nema sonrinn, sem er í föðursins
skauti. Eg sleppi vitnisburðí Jóhannesar skirara,
þegar hann segir um Jesúm, að hann hafi verið
á undan sér og að hann meira að segja sé guðs
sonr, því hann hafi séð andann koma niðr og stað-
næraast yfir honum. Eg sleppi því, að engillinn,
sem boðar Maríu fæðingu hans, kallar hann hið
heilaga og kallar hann guðs son, vegna þess að
heilagr guð átti að koma yfir Maríu. Eg sleppi
því, að Elísabet kallar hann drottin sinn, áðr en
hann fæddist, og að engillinn, sem boðar hann
upprisinn á páskadagsmorguninn, kallar hann drott-
in. Eg sleppi því, að hann í sínu eigin nafni
býðr yfir náttúruöflunum og með almættiskrapti sín-
um lætr þau hlýða sér o. s. frv. Eg vil að eins
sýna, hvað hann sagði viðvíkjandi sjálfum sér.
Eg vil taka fram þá staði, sem sýna, hverja með-
vitund hann hafði um það, hver hann sjálfr væri.
Þess vegna tek eg ekki fram kraptaverkin mínu
máli til sönnunar, þó þau í sjálfu sér hljóti að
hafa fullnægjandi sannanagildi fyrir alla þá, sem