Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 89
89
af oss geta litið í augun á höfundum hinna ýmsu
trúarbragða þjóðanna og sagt við þá: »Nei, þér
eruð hvorki guðir né erindsrekar guðdómsins. Þér
hafið engan boðskap frá himnum; þér eruð öilu
fremr boðberar lyginnar. Vissulega eruð þér eltir
úr sama leirnum og aðrir dauðlegir menn !«
Eg sé í Lýkúrg, Núma, Confúciusi og Múhamed
ekkert nema löggjafa, en ekkert, sem opinberi
guðdóminn. Þvert á móti sé eg líkt á komið með
þeim og mér . . . Þeirra hæfilegleikar eru hinir
sömu og mínir. En það er allt annað um Krist.
Allt við hann yfirgengr mig; andi hans gjörir mig
forviða, vilji hans gjörir mig alveg ráðalausan.
Það er ekkert tilheyrandi þessum heimi, sem bor-
ið verði saman við hann. Hann er í sannleika vera
alveg sérstök ... Kristr talar, og upp frá því heyra
kynslóðir honum til, tengdar við hann nánari og
innilegri böndum en blóðskyldunnar ... Hann
kveykir eld elsku, er deyðir alla sjálfselsku og er
sterkari allri annarri elsku. Mótmælalaust er það
mesta kraptaverk Krists, að ríkisvöndr hans er
kærleiki. Allir þeir, sem einlæglega trúa á hann,
finna til þessarar undrunarverðu og yfirnáttúrlegu
elsku, sem æðri er öllu ... Hvílíkt hyldýpi milli
minnar miklu niðrlægingar og hins eilífa rikis Jesú
Krists, sem er prédikaðr, dýrkaðr, elskaðr, tilbeð-
inn og lifir alls staðar!*1.
Þó Napóleon hafi ekki þekkt áhrif JesúKrists
fyrir sjálfsreynslu, er þó má vera hann hafi gjört
1) Tekið eptir Magazine of Christian Literature. New
York, íyrir júní 1890, þar sem færð eru rök að sögulegum
áreiðanlegleik þessa vitnisburðar Napóleons.