Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 114
114
allir heiðri sig, eins og þeir heiðri föður hans1. —
Eins og hinn lifandi faðir sendi mig og eg lifi fyrir
föðurinn, eins munsá lifa fyrir mig, sem mig etr2.
Hann segir við Gyðinga: ef þér þekktuð rnig, þá
þekktuð þér og minn föður3. — Eg og faðirinn, við
erum eitt4. — Þó hér sé eiginlega talað um vilja-
eining og ekki veru-eining, þá er það samt geiið,
að hin fullkomna vilja-eining, sem hann talar um,
er ómöguleg, nema til grundvallar fyrir henni liggi
veru-einingin. — Faðirinn er í mér og eg í föð-
urnum5. Sá, sem sér mig, hann sér þann, sem
mig sendi6. — Trúið á guð og trúið á muf. — Til
þess, sem elskar mig og varðveitir mitt orð, mun-
um við (íaðirinn og eg) koma og taka okkr bústað
hjá honum8. — Hefir nokkur maðr með ráði heyrzt
segja við um sig og guð? Faðirinn er mér meiri9.
Hefir nokkur maðr nema vitfirringr borið sjálfan sig
saman við guð og sagt: guð er meiri en eg? Sá
sem hatar mig, sá hatar og minn föður10. — Allt það,
semfaðirinn hefir, það er mitt11.— Hann biðr fyrir
trúuðum lærisveinum sínum þannig: að allir séu
eitt, eins og þú faðir ert í mér og eg í þér, svo
að þeir séu og eitt í okkr, svo að heimrinn trúi,
að þú hafir sent mig12. — Eitt í olckr! Er það ekki
að setja sig samhliða guði? — Og svo hróp Tóm-
asar: drottinn minn og guð minn!18 Það hefði ver-
ið afguðadýrkan af Tómasi að ávarpa JesúmKrist
þannig, það er greinilegt, ef hann hefði bara verið
maðr. Og hvað hefði ekki Jesús gjört, ef hann
þá hefði þagað við þessu? Auðsjáanlega er hann
1) Jóh. 5, 23. 2) 6, 57. 3) 8,19. 4) 10, 30. 5) v. 38. 6) 12,
45. 7) 14, 1. 8) 14, 23. 9) 14, 28. 10) 16, 23. 11) 10, J5.
12) 17, 21. 13) 20, 28.