Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 90
90
upp á síðkastið, þá er vitnisburðr hans engu að
síðr merkilegr. Hann, sem víst áleit engan mann,
hvorki lifandi eða dáinn, sér meiri, hlaut að viðr-
kenna Jesúm Krist meiri öllum mönnum og áleit
hann guð. Hann sá og hefir tekið eptir því líka,
hver áhrif Jesús Kristr hafði á menn. Og jafnvel
á þeim tíma tók Napóleon eptir þessu, þegar skyn-
semistrúin, sem fjarlægði hjörtun frá Kristi, var í
blóma sinum! Hver sjáandi maðr, sem hefir ó-
fanginn skilning og er hleypidómalaus, þótt hann
sé ekki kristinn, hlýtr að finna til þess, að það er
sterkr vitnisburðr um guðdóm Jesú Krists, allr
þessi vitnisburðr allra þessara miljóna, sem trúað
hafa á hann um allar þessar 19 aldir; svo þó að
unnt væri að gjöra út af við nýja testamentið og
þann postullega vitnisburð, sem þar er, og smeygja
sér fram hjá öllum hinum sterku, sögulegu sönn-
unum fyrir þeirri staðhöfn, að Jesús Kristr hafi
verið meira en maðr, þá er þessari staðhöfn til
sönnunar samt eptir: hinn lifandi vitnisburðr allra
sanntrúaðra lijartna, sem aldrei verðr gjört út af
við og aldrei verðr unnt að komast fram hjá, nema
ódrengiíega sé að farið. Hér hefir maðr lifandi,
áþreifanlega sönnun nútíðarsögunnar—sönnun, sem
liggr í dagsljósinu fyrir augum hvers þess, er vill
sjá. Hvort mun það þá ekki vera óhætt að kalla
það sögulega og áreiðanlega staðhöfn, ekki ein-
ungis það, að Jesús Kristr hafi verið til, heldr líka
hitt, að hann hafi verið meira en maðr ? — Krist-
inn maðr bvggir sannarlega trú sína á virkilegri
staðhöfn, sem hvílir á eins sterkum súlum og him-
inninn!
Að játa guðstrú, en neita mögulegleik yfirnátt-