Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 31
81
dregin út i yztu æsar. Ileiðni, hrein og ómenguð,
það er markmið vantrúarinnar.
Að því hef jeg viljað leiða athygli yðar. Menn
grunar opt ekkert, hvert hugsanirnar stefna. Menn
taka opt við þeim í blindni og finnast þær býsna
saklausar. En þær æxlast. Og þær draga opt
ljótan dilk eptir sjer. Vantrúin er í flestum til-
fellum á sínum fyrri stigum meðal fólks vors. Hún
veit ekki sjálf, hvert hún er að stefna. Það er
ekki með öllu þarflaust að gjöra sjer það Ijóst.
Materialismusinn er nú sem vísindaleg lífsskoðun
að deyja út í föðurlandi sínu. Samt mun hann
lifa þar lengi enn meðal tjöldans. A Þýzkalandi
benda menn jafnvel á daginn (20. febr. 1890), þeg-
ar honum hafi verið veittar nábjargirnar. Einmitt
nú sje jeg haft eptir þýzku vísindalegu tímariti1:
Materialismusinn er þegar úreltur.
En þegar hann er orðinn úreltur annars staðar,
er að búast við, að hann standi í blóma sínum hjá
oss. Hann hefur ljóstað upp leyndarmáli sínu, þar
sem hann að síðustu komst að þeirri niðurstöðu,
að allurþorri mannkynsins ætti að gjörast að þræl-
um, svo fáeinir herrar mættu hafa allt menningar-
starfið í sínum höndum. Ef til vill er það hans
síðasta orð. Honum hefur þar tekizt að gjöra þau
ósannindi augljós, sem hann hvílir á. Það hefur
slitnað taug í baki hans, þegar hann hefur ætlað
að lypta siðalærdómi kristindómsins úr götu sinni.
Leyndarmálið er komið upp og forvitnin er södd.
Avextirnir, sem þessi lífsskoðun ber í lífinu,
talar einnig þýðingarfullu máli. Þeir munu enn
1) Prometheus.