Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 91
91
úrlegra viðburða — hvaða samkvæmni er í því?
iEn sé geflnn eptir mögulegleiki þeirra, eins og hver
guðstrúarmaðr hlýtr að gjöra, ef hans guðstrú er
•ekki að eins í orði kveðnu, þá verðr að gjöra út
um virkilegleik þeirra eða óvirkilegleik með sögu-
legum (objektivum) sönnunum, en ekki með per-
sónulegum (subjektivum) hleypidómum. 0g sé að
eins gefinn eptir virkilegleikr eins yfirnáttúrlegs
viðburöar til þess að byrja með, t. d. virkilegleikr
upprisu Jesú Krists, sem að minnsta kosti lætr sig eins
vel sanna og nokkur sögulegr viðburðr, og sem því
verðr ekki neitað, hvorki af svo kölluðum guðs-
trúarmanni eða guðstrúarleysingja, frekar en öðr-
um viðburðum sögunnar, nema með helberum
hleypidómi gegn öllu yfirnáttúrlegu yfir höfuð—sé
virkilegleiki þessa viðburðar gefinn eptir, þá er um
leið skynsemislega þröskuldrinn úr vegi fyrir því
að játa virkilegleik hinna annarra yfirnáttúrlegu
viðburða, sem getið er um í guðspjallasögunni, og
þá líka auðvitað fyrir því að játa guðdóm frelsar-
uns. Hinn áðrnefndi Guizot hefir vel bent á hálfleík
.guðstrúar þeirrar, sem neitar því að trúa öllum
yfirnáttúrlegum viðburðum, þar sem hann segir á
einum stað: »Þegar menn eru svo djarfir, að þeir
i nafni hinna mannlegu vísinda, sem tiiheyra heimi
endanlegleikans, þykjast mega setja mætti guðs tak-
mörk, þá geta þeir allt eins vel tekið stigið heilt
og hrundið guði sjálfum úr hásæti hans». Því það
er að nema staðar á miðri leið að játa guðstrú, en
neita þó því, að guð geti gjört allt, sem honum
þóknast. Það er að vera hálfr. En kristindómr-
inn heimtar af hverjum, að hann sé heill. Annað-
livort allr með eða allr móti. Og heill verðr eng-