Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 97
97
þó að þeir, því miðr, séu alveg búnir að missa
það, sem nafnið á að tákna.
En eg heyri einhvern segja: Ef þetta er
þannig, að kenningin um guðdóm frelsarans er
hjartað í kristindóminum, þá hlýtr biblían, er sam-
kvæmt kenning rétttrúaðra manna á að vera regl-
an fyrir öllum trúarsetningum, að setja þann lær-
dóm greinilega fram. Þetta er rétt. Því væri
ekki hægt að sanna það og sýna fram á það, að
lærdómrinn hefir rót sína í guðs orði, þá færi hann
efalaust að verða meir en lítið grunsamr. Eg hefi
að vísu þegar fært óbeinlínis rök að því. En það
má vera, að það hafi ekki verið tekið eftir því,
hve sláandi sú sönnun er, og vil eg því benda á
hana aptr.
Þar semþeir, er neita guðdómi Jesú Krists, neita
einnig guðs orði, eins og bent var á að þeir menn
hefðu gjört, sem fylgdu þeirri antikristilegu stefnu,
er getið var um að framan, og eins og vitanlega
allir únítarar gjöra, og þar sem enn fremr allir
kristnir trúarfiokkar, það eg til veit, sem játa trú
sína á guðdóm frelsara vors, játa einnig trú sína
á biblíuna sem guðs orð, — og þar sem af þessu
er auðséð, að þeir einmitt neita guðdómi Drottins
vors, sem neita biblíunni, og þeir einmitt jdta trú
sina á guðdóm drottins vors, sem trúa biblíunni —
þá hlýtr það að vera rétt ályktan, að það sé inni-
legt samband d milli guðs orðs og lœrdómsins um
guðdóm frelsarans. Þessi staðhöfn, að skoðan
hvers eins manns á þessu trúaratriði fer eptirþví,
hvernig skoðan hans er á guðs orði, er þess vegna
sterk og sláandi sönnun fyrir því, að þessi trúar-
7