Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 113
llá
Hann segir það berlega, að hann hafi verið til,
þegar Abraham var ekki til. — Einnig með þess-
um orðum neitar hann fortilveru annarra. — Enn
fremr: eg em útgenginn frá föðurnum og kominn
i heiminn ogmunaptr yfirgefa heiminn og fara til
föðursins1. Og í liinni dýrlegu bæn, sem hann biðr
sem æðsti prestr, segir hann: gjör mig nú vegsam-
legan, faðir, hjá sjálfum þér með þeirri dýrð,
sem eg hafði hjá þér, áðr en heimrinn var2. Hann
hafði stigið niðr úr sinni dýrð til þess að geta
endrleyst heiminn. Nú, að lausnarverki sínu loknu,
biðr hann um að fá að komast í þessa dýrð aptr.
En dessi dýrð hans er ekkert annað en hans guð-
lega hátign, sem hann í niðrlæging sinni afneitaði
sér um, nema að svo miklu leyti sem lausnarverk
hans krafðist þess, svo að þessari dýrð hans brá
opt eins og fyrir; og því gátu trúaðir lærisveinar
hans sagt: Vér sátim hans dýrð, dýrð sem hins
eingetna föðarsins3.
Svo vil eg þá að síðustu færa til þá staði,
þar sem Jesús Kristr ber sig sarnan við guð og setr
sig samhliða honum: — Faðir minn starfar til þess
nú, og eg starfa einnig4. Hann réttlætir helgibrot
sitt (helgibrot samkvæmt skilningi Gyðinga) með
því, að faðir hans starfi allt af, og því sé það rétt,
að hann starfi líka án þess að taka tillit til daga.
Gyðingar álitu, að hann með þessu hefði gjört sjálf-
an sig guði jafnan5. Svo segir hann líka: Sonr-
inn lífgar þá, sem hann vill, eins og faðirinn upp-
vekr dauða og lífgar6. — Hann krefst þess, að
1) Jóh. 16, 28. 2) 17, 5. 8) 1, 14. 4) 5, 17. 6) 5, 18.
6) v. 21.
8