Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 66
66
Skylla og Karybdis í mannfélaginu, hvar sem þeir
eru staddir. Ef þér sökum fjarlægðarinnar sjáið
þetta óljóst í þjóðlífinu á Islandi, þá sjáið þér það
þó að minnsta kosti hér, og hvergi eins skýrt eins
og þar sem til hinna eiginlegu kirkjumála kemr.
Lúterska kirkjan vor íslenzka hefir einmitt á þess-
um stað tvær andlegar hringiður, sem eg vilkalla
Skylla og Karybdis, umhverfis sig, sína til hvor-
rar handar, alvegeins og Odyssevs forðum í Mess-
ínasundinu. Það er únitara-samkundan og pres
byteríanska missíónin, sem stolið hefir nafni Lúters
upp yfir sínar kapelludyr. Eg hélt lengi vel hálft
í hvoru, að þessi síðar nefnda missíón þrátt fyrir
alla sína vitleysu hefði það fram yfir únítara-
hringlandann, að hún vissi, hvað hún vildi. En
þegar eg í vetr með eigin eyrum lieyrði íslenzka
oddvitann fyrir þeirri starfsemi lýsa yfir því, að
hann, mitt uppi í sínum oftrúarofsa, vildi rétta ún-
ítörunum bróðurhönd, og að hann í tilbót bað guð
að leggja blessan sína yfir hina andlegu vinnu
þeirra, þá gekk eg úr skugga um það, að þarvar
sama stefnuleysið og sami hringiðuháttrinn eins
og í únítara-hópnum islenzka. Svo það stendr nú
fast fyrir mér, að hér sé bæði Skylla og Karybdis,.
sín til hvorar handar við oss á hinni kirkjulegu
sjóferð vorri. — Eg ætla að benda á eina hring-
iðu enn, sem birzt hefir í islenzka mannlífinu hér
á þessu síðasta ári. Eg ætla hvorki að kalla hana
Skylla né Karybdis. Eg hefi ekkert hœfilegt nafn
til að gefa henni. Hún átti lengi heima á íslandi,
og Grímr Thomsen kallaði hana að eins það eða
þetta. Eg á við Jón Olafsson, fyrveranda alþingis-
mann og ritstjóra. Hann hélt, eins og margir yð-