Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 50
50
rauninni var hann orðinn töfraðr af hljóðfœra-
slætti hennar áðr en hann sá hana. Hann efar
það ekki eitt augnablik, að þetta sé einhver ákaf-
lega tigin konungsdóttir. Og svo gefr hann sig
henni á vald. En mærin fagra er ekkert annað
en flagð, sem heflr heillað hann til sín, en hann
veit ekki af því fyr en hún hefir flutt hann með
sér heim í sinn tröllahelli, til þess að hann gangi
þar að eiga liana, eða með töfrum sínum sent hann
frá sér til átu til Járnhauss bróður síns eða einhvers
annars jafn-ófrýnilegs og voðalegs jötuns af sinni
tröllaætt. Hvort sem það tók lengri eða skemmri
tíma, þá komst konungssonrinn í tröllahendr. Og
í tröllahöndum hefði hann orðið til, hefði honum ekki
komið hjálp úr alveg óvæntri átt. Það kom loks
frelsari, sem rataði til hans, hafði hug að ganga
til hans inn í heimkynni tröllanna, bana þeim,
leysa hann og leiða hann heim í sitt konungsríki.
Um það eru langar sögur, en þeim sleppi eg hér.
Aðalatriðið fyrir mér í sambandi við fyrirlestrs-
efni mitt er þetta: Konungssonrinn ríðr á stað út
á land í skemmtiför, en veit ekki af fyr en hann
er kominn í tröllahendr. Hann eltir hið ljómandi
fagra veiðidýr þangað til það hverfr og hann er
rammvilltr. Hann veit ekki af því, að dýrið er
ekki annað en flagð í tælandi töfragerfl. Og kon-
ungsdóttirin í rjóðrinu er sama flagðið í nýju gerfi,
sem á þann hátt heillar hann til sín. Þá fyrst,
þegar flagðið hefir kastað gerfi sínu, veit hann,
hvað allt, sem fyrir hann heflr komið á þessari
skemmtiför, hefir þýtt. Skemmtiförin var för í
tröllahendr.