Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 46
46
er sérstaklega snertir kristnu trúna, að henni er
innan lengri eða skemmri tíma bani búinn, ef far-
ið er að slá stryki yfir það, sem Kristr sjálfr heflr
opinberað um hin yztu myrkr og þann anda, er
þar ræðr. — Gangr vantrúarinnar er eftirtektar-
verðr. Hún fer með einstaklinginn og eins heila
mannflokka í nokkurs konar andlega hringferð.
Hún byrjar vanalega, eg held helzt æflnlega, á
því að neita tilveru djöfulsins og þar með fylg-
janda auðvitað eilífðardómi drottins, liinni svoköll-
uðu fordæming. Það er ekkert atriði í kenning
freslarans eins óaðgengilegt fyrir tilfinning vors.
náttúrlega manns eins og einmitt þetta. Og það
má gjöra það býsna sennilegt, ef vel er á haldið,
að það kenningaratriði geti með engu móti staðizt.
En þegar það er fallið, þá fer brátt að losna um
margt annað í kristindóminum. Endrlausnarlær-
dómrinn er óðar í veði. Hann verðr óþarfr og ó-
líklegr. Guðdómr Krists eins. Kraftaverkin verða
ósennileg. Þeim er neitað og þar með aðalkrafta-
verkinu, þvf, sem einmitt staðfestir guðdóm .Jesú,
upprisu hans frá dauðum. Hinn guðlegi innblástr
heilagrar ritningar og þar með fylgjandi áreiðan-
legleiki hennar er þegar að sjálfsögðu fallinn.
Hverju á nú að trúa, þegar allt þetta er farið?
Orð Jesú Krists geta nú ekki leiðbeint manni lengr
með neinni vissu, því hann er fyrir hinni vantrú-
uðu hugsan blátt áfram orðinn eins og einn af oss,
ófullkomnum, takmörkuðum, syndugum mönnum.
Ekkert fullkomlega guðlegt orð er lengr til, sem
geti sagt manni, hverju óhætt sé að trúa. Af sínu
eigin skynsamlegu viti verðr maðr af segja sér
það sjálfr. Er nokkur lifandi guð til? Ef hann