Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 134
134
þetta að hafa verið fögur og góð byrjun á nýrri,
kirkjulegri starftíð á íslandi. Og biskup íslands
og þeir prestar, sem mest gengust þar fyrir mál-
um, eiga miklar þakkir skilið. En reyndar er
þetta að eins byrjun. Prestaþingið ætti að vera
sótt miklu almennar, en hingað til hefur verið. Á
því ættu að mæta að minnsta kosti tveir prestar
úr hverju prófastsdæmi landsins. Annar þeirra ætti
að vera prófasturinn. Hann skyldi sjálfkjörinn á
þetta prestaþing. En hjeraðsfund skyldi halda í
hverju prófastsdæmi á vorin. Á þeim fundi skyldi
kjósa einn prest til að mæta á prestaþinginu j
Reykjavík. Með þessu móti gæti þing þetta orðið
fjölmennt. Það hefði nóga krapta til að ræða öll
þau kirkjumál, er annaðlivort snerta allt landið í
heild sinni eða þá einstök hjeruð. Þegar vjer í
hugum, hve margir prestar á Islandi hafa tíma til
að sitja á alþingi, þá liggur í augum uppi, að þeir
hefðu tíma til að sitja á prestaþinginu, enda lægi
það þeim miklu nær. Prestaþingið yrði óefað til
mestu blessunar og »uppbyggingar« fyrir alla þá
presta, er mættu þar. Tii að standast ferðakost-
nað prestanna til prestaþingsins eru tvö ráð. Ann-
að ráðið er, að prestarnir ferðuðust á sinn eiginn
kostnað. Og margir prestar mundu vera fúsir á
að leggja það í sölurnar fyrir gott málefni. Hitt
ráðið er að stofna sjóð í hverju próíastsdæmi til
að bera þennan kostnað. Þann sjóð ætti að mynda
með samskotum í hinum einstöku söfnuðum. Og
jeg er sannfærður um, að þau samskot mundu
ganga vel. Margir mundu vilja styðja þetta fyrir-
tæki, einkum þegar menn færu að sjá góðan ár-
angur af prestaþinginu.