Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 44
44
heimi, út af þeim svarta lit, sem það er málað
með i ritningunni, þá er eg viss um það, að al-
drei hefði þeir herrar farið að gjöra númer út úr
því, hefði þeir ekki fullkomlega haft veðr af því,
að sami afneitunarandinn er þegar búinn að ná
sér niðri í meðvitund fjölda-margra nútíðar-Islend-
inga, sem bæði að menntan og mörgu öðru standa
langt fyrir ofan þá. Þessir tveir menn cru nú
auðsjáanlega ekki annað en únítarar í þeim af-
neitunarskilningi, sem hér meðal Islendinga í Vestr-
heimi og þá sérstaklega í þessum bæ Winnipeg-
heíir hingað til verið lagt í það að vera únitar.
Og það vitum vér, að allir slíkir íslenzkir únítar-
ar reikna með því eins og meginatriði í sinni
framtíðarvon, að sains konar vantrú og afneitan og-
þeirra nihilismus eigi þegar svo mikið friðland í
nútíðarþjóðmenning Islands. Og eg get ómögulega.
láð þeim, þótt þeir einblíni á þetta atriði og gjöri
það að sínu vonarakkeri. Á sínu eigin andans afli
og atgjörvi er ekki að ætlast til þeir byggi mikla
framtíð fyrir sitt málefni; það er ekki svo burðugt.
En afneitunarnáttúran í nútíðarmenntaninni ís-
lenzku, sá trúarlegi nihilismus, sem lagzt hefir yfir
œðstu stöðvar þjóðlífsins á íslandi, það getr geflð
hinum íslenzku únitörum vorum hér talsverða von.
Og að sama skapi sem þetta hvorttveggja getr
geflð þessum náungum von, hlýtr það að vera al-
varlegt áhyggjuefni fyrir hvern þann Islending,
sem í einlægni trúir á kristindómsboðskapinn, sem
kirkjan vor heldr á lopti.
Það, sem eg eiginlega vildi sýna nú, er þettar
Sú andlega og framkæmdalega bilan, sem á yfir-
standandi tíð gengr að þjóð vorri og sem vitan-