Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 10
10
an siðferðislegri alvöru. Svo steypir það sjer út í
lífið eins og menn steypa sjer til sunds.
Lífsskoðunin, sem margir byrja líf sitt með,
er býsna lík þeirri lífsskoðun, sem kemur fram í
drykkjuvísunni.
»Sál mín, stökktu þjer sjónlaus í geiminn
og sjáðu á lukkunnar hverfula spil» o. s. frv.
Trúarjátningin verður svo samkvæm þessu:
Jeg trúi ekki á guð, — því hann dæmir. Jeg trúi
ekki á eilíft líf, — því það hefur vansælunnar
mögulegleika í sjer fólginn. Þao, sem ofgjört eða
vangjört er, kann að hefna sín lijer; en lengra
nær það ekki. Jeg fleygi mjer í faðm gleðinnar.
’Ber þú mig, gyðja, hvert sem þú vilt! Þitt barn
vil jeg vera. Jeg vil drekka lifið í stórum teyg-
um. Sorginni og treganum kannt þú svefnþorn að
stinga. Þegar jeghef drukkið bikar lífsins tilbotns,
iegg þú þá barnið þitt út af í skaut jarðarinnar
og syngdu um leið þitt kátasta lag. Því þá er
jeg sofnaður og vakna aldrei framar’.
Margir gáfuðustu unglingar fólks vors hafa
tekið sjer þessa lífsstefnu. Hún hefur leitt þá út
í hættulega sigling og margir hafa brotið skip sitt
í spón. Vjer erum svo fáir, — eigum þó tiltölu-
lega mikla hæfilegleika; af þeim mætti verða ljós
bæði mikið og bjart. En þeir týnast svo marg-
ir. Það slokkna svo mörg ljós. Það glatast svo
mikið af ónotuðum öflum. ;í því eiga lífsskoðanir
ekki lítinnþátt. Jeg hefþessvegna sett mjer fyrir
að tala um lífsskoðanir. Það er efnið, sem jeg hef
að bjóða tilheyrendum mínum í dag. Jeg bið þá
um þolinmæði og velvilja sjálfum mjer til handa,
en um alvöru og athygli efnisins vegna