Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 9
9
Hann er líka í skammbyssunni, sem jeg hef lengi
borið í vasa mínum.
Þú hristir höfuðið. Þú ert líklega einn afþeim,
sem trúa á eilíft líf«.
Svona hljóðar saga hans. Hann á bágt þessi
maður. Hve feginn vildir þú eigi taka hann að
þjer og kenna honum aðra lífsskoðun! Því hver er
orsökin í öllu hans böli? Hvað annað en lífsstefna
hans og lífsskoðun. Hið eina, sem unnt er að gjöra
fyrir þennan mann, er að beina lífi hans í annan
farveg, kenna honum aðra lifsskoðun. — Og hann
er ekki einn. Hansnafn er legio. Þeir eru marg-
ir, sem liafa sömu söguna að segja.
Flestir, sem þekkja lífið, munu kannast við
þetta fólk. Þeir hafa mætt því á ýmsum stigum
lífsins, bæði þegar æskan og æskufjörið brann í
kinnum þess og þegar kinnarnar voru farnar að
verða litlausar og birtan orðin hálf-geigvænleg í
augunum.
Þeir, sem ekki þekkja það úr lífinu, þekkja
það þó, ef til vill, úr ritum skáldanna. Þau hafa
lýst því. Það hefur um langan tíma verið þeirra
eptirlætisfólk. Það er líka eðlilegt. Frá sálarfræð-
islegu sjónarmiði er þessi ferð mannsins á tæpum
stigum, þar sem hann rasar og fellur og hrapar
og limlestist, svo svipmikil og átakanleg, að hún
hlýtur að verða eitt af aðalyrkisefnum skáldanna
meðan þessi sorgarleikur mannlífsins heldur áfram.
Þetta fólk er langflest töluvert mörgum hæfl-
leikum búið. Óróleg sálifögrum líkama, viðkvæm-
ar tilfinningar, óstöðug lund, sterkar ástríður, veik-
ur vilji, — það eru einkennin. Lífsgleðin hrífur
hjartað, spennir viljann greipum, kippir fótum und-