Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 68
68
iður eru svona augsýnilegar í þjóðlífinu íslenzka á
yfirstandandi tíð, það bendir vissulega á það, að
þjóðlífsstraumrinn í heild sinni er undr lygn, nærri
þvi enginn straumr, heldr eins og afilaus eða undr
afllítil móða. Deyfðin og doðinn í þjóðlífi voru er
líka vitanlega almennt umkvörtunarefni. Þjóðin
berst ekki, segja vorir mest og bezt hugsandi menn
heima á íslandi, með neinni verulegri alvöru fyrir
sínum beztu málum. Núna í síðustu tíð erum vér
minntir á það, hve sleitulega hefir af almenningi
tekið verið í gufuskipsmál Faxaflóa, annað eins
velferðarmál fyrir land og lýð. Það lítr því miðr
ekki út fyrir annað en að það ætli að lognast út
af fyrir fylgisleysi almennings. —• Það hefir verið
tekið fram bæði af mér og öðrurn, að þjóðina vanti
trú á síneigin velferðarmál, trú á það, sem henni
er fyrir beztu. Mér kemr ekki til hugar að fara
að taka það aftr. Það þarf vissulega, eins og séra
Mattías Jokkumsson játar, meiri og sterkari trú, —
trú í andlegum efnum og trú í líkamlegum efnum.
En menn fá ekki þá meiri trú, — meiri trú á það,
sem gott er, nema menn fái líka meiri ótrú og ó-
beit á því, sem illt er. Þessi deyfð og doði hjá
oss í íslendingum í trúnni á það, sem vér höfum
fyrir satt að sé gott, stendr í óaðgreinanlegu sam-
bandi við það, að vér sjáum það, sem illt er, svo
undr dauft. Menn verða að sjá það skýrt, hafa
það sí og æ í augsýn, mega í framgöngu sinni
aldrei snúa við því bakinu; og þegar það er gjört,
þá fá menn að sjálfsögðu hvöt til þess að slást á
móti því og um leið festa verulegt og alvarlegt
ástfóstr við það, sem því er gagnstœtt.
Það er skortr á trú á það, sem gott er, að