Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 1

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 1
ÓLAFUR JÓNSSON Á liðnu ári síðla, nær því þegar sólin okkar rétt nær að læðast yfir fjöllin í suðri og dagurinn orðinn að svo sem ekki neinu í myrkrinu, erum við nokkur mannanna börn að fylgja vini okkar og samferðamanni — sumra um langan aldur — til hinstu hvíld- ar suður á brekkubrún- unum ekki langt utan og ofan við gömlu Gróðrar- stöðina á Akureyri. Sá sem hér hefur lokið löngu og annasömu lífi er Ólafur Jónsson, lengst framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norður- lands og gjarna kenndur við Gróðrarstöð félagsins — gömlu Gróðrarstöðina sem einmitt stendur við rætur þeirrar brekku hvar uppi hann hefur nú verið til moldar borinn. Óiafur Jónsson var austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur 23. mars 1895 á Freyshólum í Skógum. Ólst upp með foreldrum sínum til ellefu ára aldurs á Freyshólum. Þá bregða foreldrar hans búi og flytja til Reykjavíkur. Dvöl Ólafs í þeim bæ varð þó eigi löng og að ári liðnu er hann aftur á Fléraði. Þar er hann síðan öll sín æsku og unglingsár. Vann að tilfallandi bústörfum hverjum þeim sem henta þótti unglingi á þessum tíma. Segir þó í ævisögu sinni að leið hafi sér þótt hjásetan en meira yndi

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.