Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 12
ingu á dýrmætum næringarefnum. Þá er það ekki notað sem prótein til vaxtar, heldur brotið niður og orkan nýtt. Orka fengin úr próteini er yfirleitt dýrari en sú orka sem fæst úr kolvetnafóðri. Steinefni. Kýr þarfnast ýmissa steinefna. Af flestum þeirra er gnægð í venjulegu kúafóðri. Oft á tíðum eru sum þeirra i lágmarki eða skortir jafnvel. Stafar þetta gjarna af því, að steinefnaþörfin fer eftir nyt, og að mismunandi fóðurtegundir innihalda mis- mikið af hverju steinefni. í stórum dráttum má segja, að i gróffóðri og t.d. fískimjöli sé mikið af kalsíum miðað við fosfór. I kornfóðri er þessu yfirleitt öfugt farið. Það fer því eftir samsetningu fóðurs, hve miklu af þessum efnum þarf að bæta í. Kúm í hámarksnyt er gjarna gefið mikið kjarnfóður og því fá þær gnægð fosfórs, en getur skort kalsíum, þar sem gróf- fóðurneysla er takmörkuð. í lok mjaltaskeiðs og í geldstöðu getur þetta snúist við, og getur þá þurft að sjá kúm aukalega fyrir fosfór. Þetta getur einnig verið nauðsynlegt á öðrum tímum, t.d. eftir þurrkasumur og í lélegum heyskaparárum. Vítamín. Vítamín eru fjölbreytileg efni, sem mörg hver eru nauðsynleg í fóðrinu, þó í mjög litlum mæli sé. Örverur í maga jórturdýra hafa m.a. það mikilvæga hlutverk að framleiða mörg vítamín, sem eru dýrinu nauðsynleg. Einkum þarf A, D og E vítamín í fóður mjólkurkúa. Venjulegir fóðurskammtar með góðu gróffóðri innihalda yfirleitt nóg af þessum vitamínum. Þáttur sólarljóss og útiveru er mikilvægur fyrir nýtingu á D-vítamíni. Ekki hefur tekist að skýra vel þörf mjólkurkúa fyrir fitu- leysanlegu vítamínin A og D. D-vítamín er mikilvægt bæði til vaxtar og mjólkurmyndunar, vegna þess að það hefur áhrif á nýtingu fosfórs og kalsíums í fóðrinu. í staðlað kúakjarnfóður er bætt bæði A og D vítamínum. Þar sem gott gróffóður er gefið, er viðbót af þeim þó alla jafna ónauðsynlegt. Þegar kalsíum, magnesíum og/eða fosfór er takmarkað í fóðri, eða ef hlutfall milli þessara efna er óhagstætt, er mikilvægt að sjá 14

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.