Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 21

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 21
við hvaða skilyrði mjólkur-, edik- og smjörsýrumyndun er örust (úr Heyverkun, fræðsluriti B.I. nr. 1, 1980): Mjólkursýra................ 15-25° C, pH 3,5 Ediksýra................... 25-30° C, pH 4,5 Smjörsýra.................. 30-40° C, pH 5,0 Grundvallaratriði votheysverkunar eru þessi: A. Útilokun lofts er nauðsynleg til að koma í veg fyrir öndun og myglumyndun, sem valda næringartapi. Mikilvægt er að sjá um að votheysgeymslan sé loftþétt og að áfylling gangi hratt fyrir sig. Vel jafnað hey fellur betur saman en ójafnað og söxun og marningur auðvelda þjöppun, sem í flatgryfjum má framkvæma með dráttarvél. Plastyfirbreiðsl- ur hindra að loft berist í yfirborð votheysstæðu, og ferging er æskileg. B. Sé heyið látið súrna af sjálfsdáðum lækkar sýrustigið hægt. Notkun súrra íbætiefna við hirðingu veldur snögg- lækkun á pH þannig að hætta á óæskilegum efnabreytingum minnkar verulega. Hér er íblöndun maurasýru algengust, en önnur efni eru stundum notuð. Best er að slá grasið þegar það er sykurríkt, en einnig er hugsanlegt að bæta sykrum í vot- heyið, þá sem fóðursykri eða melassa. Mysa, og þó einkum mysuþykkni eru forvitnileg innlend íblöndunarefni í vothey. Aukið sykurinnihald veldur hraðari sýrumyndun af völdum mjólkursýrugerla. C. Forþurrkun grass á velli er æskileg. Mjög blautt gras er hagsætt smjörsýrugerlum, en ekki mjólkursýrugerlunum. Af- rennsli verður líka meira, og þar með eykst efnatap af þeim sökum. Þó er ekki rétt að forþurrka of mikið. Erfiðara er að ná lofti úr þurru heyi, og hættan á íhitun eykst. Einnig verður um að ræða eitthvert tap á næringarefnum, áður en hirt er. Hæfilegt rakastig við hirðingu er talið 70-75%. Svo sem fyrr segir er best að slá þegar gras er sykruríkt, þ.e. ungt og í björtu veðri. Mikil notkun köfnunarefnisáburðar dregur úr sykruinnihaldinu, og yfirleitt eru meiri sykrur í há en grasi af fyrsta slætti. Votheysverkun er að ýmsu leyti for- 23

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.