Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 23
læti slíka tækjaeign á einstökum búum. Eðlilegra er að bændur eða samtök bænda sameinist um kaup á heyköggl- unarsamstæðum, sem þá mættu vera færanlegar. Kögglað hey tekur um sjötta-sjöunda hluta þess rúms, sem það tæki ókögglað. Það er því vel til fundið að köggla og hýsa í geymslum það hey, sem annars yrði að bera upp úti, er hlöður fyllast. Eins mætti köggla fyrningar til að tæma hlöður á vorin, en gamlir stabbar eru ævinlega til leiðinda, er verið er að láta í hlöður. Auk þess draga þeir úr nýtingu súgþurrkun- ar, sé hún fyrir hendi. Um bæði grasköggla og heyköggla má segja, að þeir eru mun auðveldari og ódýrari í flutningi en „venjulegt“ hey, og geta keppt við kjarnfóður á fóðurmark- aðinum. Gróffóðurkögglar þessir eru einna notadrýgstir handa mjólkurkúm um miðbik mjaltaskeiðsins og geta þá komið algjörlega í stað innflutts kjarnfóðurs eins og síðar verður vikið að. Rófur, nœpur, kartöflur. Þessar fóðurtegundir eru afar þurrefnissnauðar, en innihalda mikið af auðleystum kolvetnum. I rófum og næpum eru það einkum sykrur, og af þeim þarf u.þ.b. 1,1 kg þurrefnis í hverja fóðureiningu. Því hefur verið haldið fram, að notkun þeirra dragi úr líkum á súrdoða. Kartöflur innihalda einkum sterkju, og þarf u.þ.b. 1 kg þurrefnis í fóðureiningu. Prótein- innihald þessara fóðurtegunda er misjafnt, eða 60-90 g/FE. Ymsar óhefðbundnar fóðurtegundir. Sifellt er verið að kanna nýjar leiðir til fóðuröflunar, einkum þær, er byggjast á bættri nýtingu úrgangs frá matvælaiðnaði. Verður hér aðeins drepið á nokkrar hinna óhefðbundnu fóð- urtegunda. a) Mysa og mysuþykkni. Helsti ókostur mysu er hve þurrefn- issnauð hún er. Flutningskostnaður er því mikill, en með nýrri tækni má þó auka þurrefnismagnið og búa til svonefnt mysuþykkni sem er mun þurrefnisríkara. Mysan er mjög auðug af mjólkursykri, en kúm getur reynst erfitt að nýta hann, sé hann í of miklu magni. Mysuna verður því að gefa í 25

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.