Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 27

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 27
FÓÐRUNIN SJÁLF Fóðurstyrkur á mjaltaskeiði. Þörf mjólkurkúa á orku og nauðsynlegum næringarefnum er sem fyrr segir, gefin upp í svokölluðum normum, sem byggð eru á vísindalegum rannsóknum, og hafa reynst mikilvæg hjálpartæki við fóðrun mjólkurkúa og annars búfjár. (Sjá töflu nr. 1). Afurðageta einstakra kúa byggist á erfðum, en næring og ýmsir umhverfisþættir ákvarða síðan, hversu vel þessi geta er nýtt. Það, hversu vel er fóðrað, hefur áhrif á afurðir, fóðurþörf og hagkvæmni. Sýnt hefur verið fram á, að ef fóðrað er undir normi, minnka afurðirnar. Dýr í góðu líkamlegu ástandi geta notað birgðir líkamans til að vega upp á móti undirfóðrun í stuttan tíma. Þetta getum við notað okkur að vissu marki, og hagað fóðrun samkvæmt því. Yfirfóðrun eða mikil fóðrun leiðir í einstökum tilvikum af sér aukna nyt, en sé litið á lengra tímabil verður lítið eða ekkert úr þessari aukningu. Nýlegar norskar tilraunir hafa sýnt að fóðrun samkvæmt normi er nægileg, jafnvel fyrir kýr í hárri nyt. Fóður framyfir það notar skepnan að miklu leyti til eigin þyngdaraukningar. Sé fóðrað samkvæmt normi, má reikna með að síðasta fóðureiningin gefi 1-1,5 kg mjólkur, en með auknu fóðri aukist nytin aðeins um 0-0,5 kg/FE. Það er því einber sóun og litil búmennska að fóðra um of á kjarnfóðri. Þó svo að normfóðrun virðist hag- kvæmust til langs tíma, er ekki þar með sagt, að frávik í styttri tíma þurfi að þýða tap. Nú á dögum er talið sjálfsagt að líta á fóðrunina yfir mjaltaskeiðið í heild, því að undirfóðrun á vissum tímum má vinna upp með yfirfóðrun á öðrum. Menn ræða gjarna um mjaltaskeiðs-geldstöðuhringinn. Kvendýr hafa þann eiginleika að geta birgt sig upp af efnum og orku í lok meðgöngutímans, séu þau á ærnu fóðri. Þessar birgðir eru síðan notaðar á fyrstu vikum og mánuðum mjaltaskeiðsins, en nánar verður vikið að þessu síðar. 29

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.