Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 34
tilheyrandi vandræðum. Ekki er heldur talið vænlegt að auka gjöfina hægar, svo fremi að kýrnar taki við henni. Þetta er nokkuð einstaklingsbundið, og hér kemur til kasta góðs fjósa- manns að átta sig á, hvað kemur hverri kú best, því átið í byrjun mjaltaskeiðs hefur mikið að segja fyrir skeiðið í heild. Nýlegar tilraunir sýna, að fóðrun samkvæmt þessu kerfi hefur góð áhrif á nytina, og dregur úr hættu á súrdoða. Þess má geta, að aukning hámarksnytar um 1 kg eykur heildarafurðir kýrinnar á viðkomandi mjaltaskeiði um 200 kg. Vel hefur reynst að gefa hey á undan kjarnfóðri á morgn- ana og sömuleiðis að gefa kjarnfóður oftar en tvisvar á dag. Margir setja kjarnfóðurþak við ákveðið magn, t.d. 6-8 kg, og fer það eftir gróffóðrinu. Slík takmörkun virðist skynsamleg, þar sem enn meiri gjöf myndi hafa neikvæð áhrif á gróffóð- urátið, og gæti leitt af sér lystarleysi og aðra kvilla, og e.t.v. valdið minni afurðum næsta skeið á eftir. Kúm er hollt að fá 200-400 g/dag af fiskimjöli fyrstu 2-3 mánuðina eftir burð. Mysufóðrun er og jákvæð í þessu sambandi. Kýr verða að venjast á þetta fóður sem annað í geldstöðu. Fóðrun * eftir nyt þýðir, að laga verður gjöf eftir nyt, ekki síður þegar hún fer minnkandi. A því tímabili mun nægja að jafna hana hálfsmánaðarlega. Hvers vegna er mœlt með normfóðrun? Mjólkurframleiðsla krefst áætlanagerðar, eigi eitthvert vit að vera í henni. Á það ekki síst við um fóðrunina. Slurkafóðrun er óhafandi og ætti ekki að þekkjast. Spurningin er því hvers vegna mælt er með þessu kerfi öðrum fremur. Það þarf ekki endilega að eiga alls staðar við. Á stærstu búum er erfitt að koma einstaklingsbundinni fóðrun við. Sé kjarnfóður tiltölu- lega ódýrt, miðað við verð á öðru fóðri, og fóðurkostnaður lágur með litliti til þess verðs, er fæst fyrir mjólkina, skiptir ekki öllu máli, þó einhver „ofnotkun“ fóðurs eigi sér stað (virðist vera óhjákvæmilegur fylgikvilli þess, að fóðra allar kýr jafnt á kjarnfóðri). Undir þeim kringumstæðum er alls ekki víst að normfóðrun sé hagkvæmust. Öðru máli gegnir t.d. um 30 kúa og minni einyrkjabú, þar sem normfóðrun mun gefa 36

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.