Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 35

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 35
meira af sér. Að vísu krefst hún nokkuð meiri vinnu á grip, en gefur í staðinn kost á betri nýtingu bestu mjólkurkúnna. Auk þess dregur hún úr kvillum, sem er atriði, er seint verður metið til fjár. Þörf á aukalegri steinefnagjöf. I venjulegar kjarnfóðurblöndur er bætt ýmsum vítamínum og steinefnum. Slíkt er bráðnauðsynlegt, bæði hvað varðar kalsíum, fosfór og fleiri steinefni, sem aðeins þarf í litlu magni. Sé ekki nóg af þessum efnum í kjarnfóðurblöndunum, er nauðsynlegt að gefa þau aukalega. Þar sem graskrampahætta er fyrir hendi getur verið nauðsynlegt að gefa magníumríka blöndu. Þá má nefna að þó nokkur brögð hafa verið á kalí- skorti í kúm í Eyjafirði og víðar. Hins vegar er ekki ráðlegt að blanda kalí í einstakar steinefnablöndur, þar eð skortur á þessu efni er nokkuð einangrað fyrirbæri og á sér varla stað nema í nýbærum, einkum hámjólka kúm. Hefur reynst happadrýgst að meðhöndla hvert tilfelli út af fyrir sig, enda getur of mikið kalí í fóðri valdið magnesíumskorti. 1 töflu nr. 6 eru gefnar upp helstu steinefnablöndur, sem á markaði eru á Norðurlandi. Auk þess er víðast hægt að fá matarsalt og saltsteina, sem innihalda yfirleitt lítið annað en Tafla nr. 6. Steinefnablöndur á markaðnum. Tegund Form Aðal-efni g/kg1 Aths. p Ca Mg Na Stewart 42 Ókögglað 100 140 70 100 Stewart 43 » 140 100 70 100 Micro M Kögglað 70 50 30 40 0,4 kg/FE2 Vítamínb. Micro D » 70 100 30 20 0,4 ” Vitamínb. Micro F » 70 20 50 50 0,4 ” Vítamínb. Magnox ” 60 50 90 30 0,4 ” 1 Allar innihalda blöndurnar snefilefni sem nauðsynleg þykja að auki. 2 Microblöndurnar og Magnox innihalda um 17% hveitiklíð, 15% sítrushrat, 10% grasmjöl og 8-9,5% melassa. 37

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.