Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 41

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 41
Ætla má, ef rétt er að fóðrun staðið, að þetta sé vel hægt. Rétt fóðrun felur m.a. í sér að kýrin sé, að öðru leyti en orku, fóðruð samkvæmt þörfum (normum), auk réttrar meðferðar um og eftir burð eins og áður er vikið að. Ljúkum þessum kafla því með nokkuð fyllri fóðuráætlun samkvæmt aðferðinni um „hóflega“ undirfóðrun, þar sem prótein, fosfór og kalsíum fá einnig að vera með, auk þess sem notað er vothey og hey- eða graskögglar með þurrheyi, ásamt kjarnfóðri og steinefnum eftir því sem með þarf. í töflu 9 er gefið fóðurgildi og efnamagn það, sem fannst í gróffóðrinu við efnagreiningu. Fóðuráætlunin er gefin í töflu nr. 10. Tafla nr. 9. Fóðurgildi og efnamagn í heyfóðri í fóðuráætlun. Fóðurtegund Þurrefni % I hverju kg fóðurs eru: FE g melt prót. g P g Ca Þurrhey 85 0,56 85 2,5 3,5 Vothey* 25 0,16 25 0,7 1,0 Heykögglar 90 0,72. 70 2,0 3,0 * Af votheyinu þarf 6.1 kg pr. FE og er það svipað að fóðurgæðum og þurrheyið. Hóflega undirfóðrun, eða kannske réttara sagt aðlagaða normfóðrun sem þessa, hafa bændur í raun vitandi eða óaf- vitandi nýtt sér. Ef reiknað er með að kýr, sem eru undirfóðr- aðar um 1-1,5 fóðureiningar að meðaltali u.þ.b. fyrstu 6 vikur frá burði, hafa þær misst um 20-30 kg af líkamsvefjum, eink- um fitu. f fóðuráætluninni í töflu nr. 10 kemur allvel í Ijós hvenær á mjaltaskeiðinu hey- eða graskögglar nýtast best. Þeir hafa takmarkað gildi um og eftir burð, en verulegt gildi við 15 kg nyt. Yfirleitt má segja að kögglað gróffóður hafi mest gildi á nythæðarbilinu 10-18 kg, en fer þó nokkuð eftir heygæðum, 43

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.