Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Qupperneq 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Qupperneq 46
komist sem næst raunverulegri normfóðrun hverju sinni. Takið eftir lítilli átgetu dagana í kringum burðinn. Eftir þetta á mjaltaskeiðinu fer fyrst að opnast möguleiki á að spara kjarnfóður einkum ef heyið er gott og aðstaða er til að köggla það á hagkvæman hátt. Mikilvægt er, að kúm sé veittur góður tími til að éta, eink- um ef notkun gróffóðurs er mikil. I því tilviki kann að vera æskilegt að veita stöðugan aðgang að fóðrinu. Mörgum er í mun að ljúka fjósstörfunum af á sem stystum tíma. Gjöf á mörgum mismunandi fóðurtegundum hverri ofan á aðra getur jafnvel ergt kýrnar og leitt til lakari fóðurnýtingar. Það sama má segja um það að gefa stóra skammta í eitt mál, þó svo að aðeins sé um eina fóðurtegund að ræða. Hætt er við að kýr í hámarksnyt séu undirfóðraðar. Er það álit sumra, að þá sé best að gefa þeim kjarnfóður eins og þær vilja éta. Sé hins vegar haft í huga, að aukið kjarnfóðurát hefur í för með sér minnkað gróffóðurát, þarf meðalhófið að koma til. Hins vegar er fjölgun gjafa á sólarhring til bóta fyrir allar kýr, einkum þó fyrst eftir burð. Það liggur í augum uppi að fjölgun gjafa eykur vinnu, en einnig át og vellíðan kúnna. Ef kjarnfóður- notkun er mikil er skilyrðislaust æskilegt að gefa oftar en tvisvar á dag. Til dæmis mætti hafa gjafirnar þrjár eða fjórar, en gefa ávallt eitthvert hey fyrst á morgnana á undan kjarn- fóðri. Þetta myndi vissulega kosta þó nokkuð aukna vinnu, en ekki er að vita nema kýrnar launi hana vel. Ef dagskammtur af votheyi og rótarávöxtum fer yfir 25-30 kg, ætti endilega ekki að gefa hann allan í einu. Mjólk verður auðveldlega fyrir lyktar- og bragðáhrifum frá fóðrinu. Keimur af fóðri eins og t.d. votheyi, repju og fóður- mergkáli finnst oft af mjólkinni, sé þetta gefið í miklu magni stuttu fyrir mjaltir. Slíkt fóður ætti því að gefa t.d. strax að loknum morgunmjöltum, svo að sem lengstur tími líði fram að næstu mjöltum, en með því minnka líkurnar á bragð- áhrifum. Yfirfóðrun, miðað við þarfir, á sér stað á seinni hluta mjaltaskeiðsins. A þessum tíma er lyst kúnna mikil, en afurðir fara minnkandi, svo beint liggur við að auka gróffóður á 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.