Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 51
Fjöldi sýna varð svo sem eftirfarandi tafla sýnir: Fjöldi Búnaðarsamband sýna Vestur-Húnavatnssýslu.......................... 38 Austur-Húnavantssýslu.......................... 12 Skagfirðinga.................................. 616 Eyfirðinga.................................... 549 Suður-Þingeyinga .............................. 23 Samtals................................. 1238 Taka sýna á vori hefur aukist síðustu ár. Það gefur jafn góða raun og að taka þau á haustin og má vera að hentugra sé ýmsra hluta vegna að taka sýni þá. Vegur hér mest hvort meiri tími er fyrir ráðunauta til þessara starfa á hausti eða vori. Réttan tíma til að skila af sér niðurstöðum með ábend- ingum um áburðarnotkun eða áburðaráætlun tel ég hins vegar vera haustið, laust fyrir þá tíð þegar bóndi þarf að senda inn áburðarpöntun. Hefur þetta oft borið á góma, en ýmsar ástæður valda því að ekki hefur þessi háttur enn verið upp tekinn hjá öllum búnaðarsamböndum. Fundir ogferðalög. Á haustdögum og á meðan efnagreint var hey fór ég lítt af bæ og stóð tiltölulega vel á. I janúar varð að samkomulagi, að við Þórarinn færum í fyrirlestra- og heimsóknarferð í Húna- vatnssýslur. Þórarinn fór í vestursýsluna en ég í þá austari. Var ég þar með ráðunautum heimafyrir á þrem fundum: Blönduósi, Bólstaðarhlíð og á Skagaströnd. Báðir vorum við Þórarinn síðan ásamt heimamönnum með fund í Flóðvangi. Á þessum fundum var aðallega rætt um heyverkun og vetr- arfóðrun mjólkurkúa þó fleira bæri að sjálfsögðu á góma. Auk jaessa funda voru heimsóttir nokkrir kúabændur og ýmiskon- ar vandi við þá ræddur. 53

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.