Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 52

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 52
Að venju fór ég á ráðunautafund Rala og BÍ, sem nú var haldinn dagana 2.-6. febr. s.l. Þá voru sóttir ýmsir aðrir fundir varðandi mál bænda svo sem fyrr. Má þar nefna stjórnarfundi Rala, bændaklúbbs- fundi Eyfirðinga, aðalfundi búnaðarsambanda eftir því sem *i tækifæri gafst o.fl. Útgáfa og ritstórf. Ársritið kom út í nóvember og að þessu sinni tveir árgangar saman, fyrir árin 1979 og 1980. Ritið var 142 bls. að stærð og í því greinar um m.a. búnaðarmenntun íslendinga, hag- kvæmni í sauðfjárrækt, grænfóður og jarðveg. Auk þess frá- sögukorn eftir undirritaðan um ferð til Norður-Noregs á miðsumri 1979. Eg skrifaði smápistil um Ræktunarfélag Norðurlands í blað nemenda Búvísindadeildar á Hvanneyri, sem þeir nefna Búvísund. Önnur ritstörf en ofannefnd eru ekki fram talin. Yrnis störf. Ýmsar tillögur voru samþykktar á síðasta aðalfundi og var reynt að afgreiða þær eftir bestu getu. Tillögur um Hólaskóla og um úrbætur varðandi meðferð og sölu landbúnaðarafurða voru sendar viðkomandi aðilum. Keypt hafa verið tæki til mælinga á loftstraum upp úr heyi i súgþurrkunarhlöðum. Áætlað er að kaupa fleiri tæki til mælinga á súgþurrkun en til þessa fékkst styrkur úr Fram- leiðnisjóði að upphæð kr. tuttugu og fimm þúsund. Unnið hefur verið að gerð fræðslubæklings í samræmi við samþykkt og fjallar hann um vetrarfóðrun mjólkurkúa. Sú er nú hugmynd að grein um þetta efni verði aðaluppistaða í næsta ársriti, sem áætlað er að út komi í haust. Um afgreiðslu annarra tillagna vísast til skýrslna félaga minna og stjórnar. Samþykkt var á stjórnarfundi í nóv. s.l. að halda áfram vörusölu eftir pöntunum i líku formi og verið hefur. Því voru pöntunarlistar sendir út í desember og pöntun frá Rf. send i 54

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.