Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 55
á fóðrun og heilsufari mjólkurkúa frá árunum 1978 og 79. E.t.v. má rekja drátt á endanlegu uppgjöri nefndra rannsókna til afskipta undirritaðs af heykögglagerð, verkefni, sem segja má að hafi þróast í ófyrirsjáanlega stórt verkefni og tekið verður fyrir nánar síðar í skýrslu þessari. Auk þess hafa nefndarstörf í svokallaðri Heimaöflunarnefnd og síðar verður getið, tekið mikinn tíma, og nú síðast flutningur Rannsókn- arstofunnar í nýtt húsnæði. Ferðir bœnda á vegum Rœktunarfélagsins: Eins og félagsmönnum er kunnugt hefur Ræktunarfélagið boðið búnaðarfélögum á svæðinu dálítinn fjárstyrk og fyrir- greiðslu til að hvetja bændur til stuttra ferða milli héraða. Að þessu sinni sóttu alls tólf hópar um slíkan styrk, en þar eð tveir þeirra höfðu áður farið á vegum félagsins, hlutu aðeins tíu styrkinn, að upphæð kr. 750,- hver. Átta hafa þegar farið og sá níundi ætlar einhvern næstu daga. Þannig fór bændafólk úr Kelduneshreppi N.-Þing. um Eyjafjörð og Skagafjörð, Bárðdælir S.-Þing. um N.-Þing. og Vopnafjörð, fólk úr Skriðu- og Öxndælahreppi Eyjaf. um Húnavatnssýslur. Hofs- og Fellshreppingar Skagaf. í Eyja- fjörð, Þverhreppingar og Staðarhreppingar V.-Hún. fóru sitt í hvoru lagi um Eyjafjörð, Höfðhverfingar í Eyjafirði fóru norður á Strandir, en Árskógsstrendingar, Dalvíkingar og Aðaldælir eru enn ófarnir þegar þetta er ritað. Höfum við Bjarni E. Guðleifsson skipst á að fara með fólkinu eftir því sem hægt var. Er ekki að finna annað en þessar ferðir hafi mælst vel fyrir og er allt útlit fyrir að upp á slíkt verði boðið af og til í framtíðinni. Heykögglunarmál: Eins og áður er nefnt hefur farið mikill tími undirritaðs í að kynna og vinna að því að tækni til að köggla hey á búum bænda geti séð dagsins ljós sem fyrst. Mál þetta hefur verið kynnt allrækilega á ráðunautafundi Bí og Rala s.l. vetur og í 9. tbl. Freys 1981. Sem stendur er verið að setja saman heykögglunarsam- stæðu á bíl á vegum Stefáns Þórðarsonar að Teigi í Eyjafirði. 57

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.