Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 56
Auk þess að fylgjast með og afla faglegra upplýsinga um gildi heyköggla sem fóðurs, hefur undirritaður reynt að vinna að fjármögnun í fyrirtækið. Auk allverulegs fjármagns frá Ey- firðingum, sem þeir hafa greitt upp í væntanlega kögglun eða hátt í 200 þúsund kr., hafa fengist hagstæð lán að upphæð kr. 300 þúsund frá opinberum aðilum. Afköst samstæðunnar eru áætluð um 1400 kg af heykögglum á klst. Þegar hún er komin í fullan gang. Þá er á döfinni að gera tilraun með þessa framleiðslu í samvinnu við Tilraunastöðina á Möðruvöllum i vetur. Fundir, ferðalög o.fl.: Skilaði heysýnum í V.-Hún. haustið 1980 og leiðbeindi um fóðrun út frá þeim. Tók nokkur sýni þar að auki. Fór ásamt Jóhannesi Sigvaldasyni í sérstaka leiðbeininga- ferð í Húnavatnssýslur, einkum varðandi fóðrun mjólkurkúa. Flutti erindi á aðalfundi Mjólkursamlags Skagfirðinga. Sendi erindi um heykögglagerð á bændabýlum á ráðunauta- ráðstefnu BÍ og Rala, sem Ari Teitsson flutti i fjarveru minni. Sat aðalfundi búnaðarsambandanna í Eyjafirði, S.-Þing., A.- Hún. og N.-Þing. Jóhannes Sigvaldason mætti fyrir hönd félagsins hjá BSS, en Vestur-Húnvetningum tókst að halda sínum fundi leynd- um fyrir okkur Ræktunarfélagsmönnum, enda átti sam- bandið merkisafmæli á árinu, þar sem stórmenni var boðið. Við erum annars ákveðnir í að láta hvorki þá né aðra ágæta samstarfsmenn og vinnuveitendur sleppa svo ódýrt næst, eða svo lengi sem við störfum fyrir þá. Teljum við okkur ekki síður hafa gagn en gaman af slíkum fundarsetum, sem komið getur öllum vel á Ræktunarfélagssvæðinu*. * Svo að ekki valdi misskilningi þeim lesendum Ársritsins, sem ókunnugastir eru félagsþroska Norðlendinga, átti þetta innskot um „leynifund“ V.-Húnvetninga, fyrst og fremst að þjóna þeim tilgangi að draga úr eðlislægri lognmollu starfssýrslugerðar. ** Slíkt verður að sjálfsögðu ekki gert nema á kostnað þeirra, sem ómaklegastir eiga þvílíkar trakteringar skilið og sem best kunna að taka slíku kerksnisgamni. Auk þess reyndist þetta vera upp á þá logið, að því leyti að formaður stjórnar Rfl. Nl. sat umræddan fund í boði afmælisbarnsins, eftir allt saman, enda af mörgum talinn stórmenni eigi alllítið (Þ.L.). 58

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.