Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 69
Jóhannes Sigvaldason skýrði hvernig fjárhagsáætlunin væri uppbyggð. Egill Bjarnason áréttaði, að búnaðarsamböndin væru ábyrg fyrir rekstri Rfl. Nl. Heimsókn í Tilraunastöðina á Möðruvöllum. Jón Árna- son tilraunastjóri fór í byrjun nokkrum orðum um staðinn og lýsti þeim byggingum sem tilheyra Tilraunastöðinni. Síðan var nýja fjósið skoðað og Jón lýsti væntanlegu fyrirkomulagi í því. Þá sagði hann frá starfseminni á Möðruvöllum og þeim tilraunum er fram fara þar. Einnig lýsti Bjarni Guðleifsson stuttlega kaltilraunum er hann vinnur að. Að þessu loknu var ekið aftur í Þelamerkurskóla og drukkið þar kaffi í boði Tilraunastöðvarinnar. Þegar að lokinni kaffidrykkju tóku nefndir til starfa. Er fundur hófst á ný lagði allsherjarnefnd fram sitt álit. Framsögumaður Ari Teitsson. f. „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1981 heimilar stjórn félagsins að hefja viðræður við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins um samstarf varðandi rekstur Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum:“ Samþykkt samhljóða. 2. „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1981 mælir með því, að tímanlega í nóvember verði haldin á vegum félagsins fundur um nýjar leiðir í leiðbein- ingaþjónustu og frekari úrvinnslu gagna varðandi aukna heimaöflun.“ Samþykkt samhljóða. 3. „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1981 fer þess á leit við Áburðarverksmiðju ríkisins að skila- frestur bænda á áburðarpöntunum verði ekki fyrr en 15. desember.“ Samþykkt samhljóða. 71

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.