Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 7
arsýsla keypi jörðina í því skyni að þar yrði skólinn, varð það staðarval efst á blaði þótt fyrsta spíra búnaðarskóla í Skaga- firði hafi gróið á öðrum stað, aldarþriðjungi fyrr. Um sömu mundir var uppi álit um hvort skóla af sama tagi skyldi stofna á vegum Eyfirðinga og Þingeyinga, en þá var Möðruvallaskóli þegar stofnaður og starfræktur og rómaður vel sem menntastofnun. Ymiss viðhorf voru uppi norðanlands um þessi mál og urðu úrslit þau, að Skagfirðingar og Húnvetningar urðu einir um upphaf búnaðarskóla á Hólum, Eyfirðingar komu ekki með fyrr en 1889 og Þingeyingar skömmu síðar. Stofnun skólans á Hólum. Einn þeirra ungu manna, er stundað höfðu nám á Stend í Noregi og síðan leitað framhaldsmenntunar í Danmörk, hafði um þessar mundir lokið námi og dvöl erlendis með ágætum vitnisburði og var kominn í Skagafjörð til starfa. Sá hét Jósef Jón Björnsson, Húnvetningur að uppruna og að nokkru Dala- maður að ætterni. Beindust hugir margra að því að þessi ungi hæfileikamaður fengi að hlutverki stofnun og starfrækslu búnaðarskólans. Fyrir áhuga og atbeina Gunnlaugs Briem, sem þá var sýsluskrifari hjá föður sínum á Reynistað, Páli Briem sýslumanni, urðu að veruleika kaupin á Hólum og ráðning Jósefs sem skólastjóra. Frumherjaframtak, sem hér var um að ræða, var almenn- ingi með öllu ókunnugt og einstaklingar þekktu hvorki reynslu né hefð, sem skólastarf af þessu tagi þurfti raunar að grundvallast á. Því var það fyrirfram gefið, að ekki var létt hlutverk að hrinda af stað þeim athöfnum, sem við þóttu eiga og einkum voru það fjármálin, sem fremur öðru töfðu eða hindruðu æskilegt framtak. Eðlilega stefndi hugur frumherjans til athafna með líku sniði og hann hafði kynnst í bóklegum og verklegum efnum þar sem hann dvaldi við nám. Það var eðlilegt, en hvort álíka athafnir hæfðu íslensku manneðli og mannlegum viðhorfum var ekki víst, það hlaut reynslan ein að sýna og sanna. Auð- vitað var efnahagslegi þátturinn veigamikið atriði í 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.