Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 33
henni hafi lokið um 1930 þegar hún hlaut að víkja fyrir nýjum
starfsaðferðum, sem auðvitað komu þegar ný tæki og tækni
voru tekin í notkun, fyrst í félagsframtaki og síðar á einkabú-
um. Þetta var því 50 ára skeið og við tók svo sjálfgræðslu-
skeiðið og að nokkru sáðsléttutímabilið og er það önnur saga.
Skipuleg jarðrœktarvinna.
Liðin voru 105 ár frá því að „þúfnasléttunartilskipunin“ var
meðtekin frá hástóli danskra yfirvalda uns Búnaðarfélag
Svarfdæla var stofnað. Hvergi hef ég fundið gögn, er gera
grein fyrir kunnáttu manna og leikni við athafnir af því tagi í
Svarfaðardal, samkvæmt fyrirmælum umræddrar tilskipun-
ar. Sjálfsagt hafa þó einhverjir verið til starfa kvaddir ef
forskriftunum var á annað borð sinnt eða að einhverju hafðar
þar í sveit.
Eftir stofnun Búnaðarfélags Svarfdæla mun nokkur vakn-
ing hafa orðið þótt árferðið legði bæði hlekki og hemla á
y athafnir bændanna á hallærisárunum eftir 1880. En um sömu
mundir uxu þó nýir meiðar mennta og menningar við báðar
hliðar sveitarinnar, annar var Gagnfræðaskólinn á Möðru-
völlum í Hörgárdal og hinn Búnaðarskólinn á Hólum í
Hjaltadal.
Samgöngur milli héraðanna lágu þá oft um Heljardalsheiði
svo að ekki gat hjá því farið að nokkrir straumar frá stofnun-
um þessum lægju um sveitina. Þó munu allmörg ár hafa liðið
uns skólarnir voru sóttir af Svarfdælingum, en sannanlega
komu í sveitina menn með menntun þar fengna. Þar má til
nefna, að einn hinna fyrstu búfræðinga frá Hólum vann að
þúfnasléttum í Svarfaðardal svo sem fyrr er frá greint. Líklegt
er að hann hafi verið hinn fyrsti, sem með félagslegri forystu
var til þeirra starfa ráðinn af forgönguaðilum búnaðarfélags-
> ins.
Vafalaust var það eftir aldamótin, sem Búnaðarfélag
Svarfdæla var skipt í deildir, en það gerðist þegar fjölbreyttar
jarðræktarathafnir kröfðust verulegra starfskrafta. Þá voru til
starfa kjörnir búfræðingar til að vinna eftirtalin störf: Skurð-
35