Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 108
Tafla 1. Gróðurfar í túnum á 12 bæjum á Norðurlandi.
Vegið meðaltal allra túnspildna.
Bær Vallarfoxgras Háliðagras Vallarsveifgras Túnvingull Snarrót Língresi Varpasveifgras Knjáliðagras
Leifsstaðir 0,6 47,1 18,5 6,7 12,4 1,4 7,5
Ærlækjarsel 22,3 16,2 42,4 1,0 4,1 2,9
Fagranes 3,3 27,4 27,1 1,8 29,1 0,4
Arnarvatn 29,0 19,4 14,0 6,4 16,2 0,7
Stóru-Hámundarstaðir. . . 3,3 7,9 13,1 5,2 40,9 6,4 9,0
Merkigil 26,7 33,0 20,4 8,3 7,1 0,2 0,6
Marbæli 17,8 7,3 14,3 14,3 25,2 0,4 3,1 1,5
Tunguháls 9,1 0,1 28,5 17,3 7,7 11,4 0,6
Holt 14,0 2,8 18,2 9,0 26,5 1,1 8,9
Sveinsstaðir 24,0 0,7 9,0 14,9 40,1 6,8
Bjargshóll 8,4 9,0 9,4 15,6 44,0 3,1 0,5
Mýrar 32,1 5,2 18,0 2,2 0,6 2,3 3,0
Meðaltal 16,2 13,7 19,6 9,0 22,0 1,2 4,3 0,2
Mikill munur er á milli bæja. Á Arnarvatni er vallarfoxgras
ríkjandi á Merkigili vallarfoxgras og háliðagras og á Mýrum
vallarfoxgras og haugarfi. Háliðagras er ríkjandi á Leifsstöð-
um en á Fagranesi háliðagras með snarrót og vallarsveifgrasi.
Vallarsveifgrasið eitt er ríkjandi á Ærlækjarseli og Tungu-
hálsi og á fimm bæjum er snarrótin ein ríkjandi, en þeir eru
Stóru-Hámundarstaðir, Marbæli, Holt, Sveinsstaðir og
Bjargshóll.
Heygœði og gróðurfar.
Á flestum þessara bæja hafa á síðustu árum verið tekin
heysýni til efnagreiningar vegna fóðurleiðbeininga. Fróðlegt
væri að athuga hvort fóðurgildi heyjanna bæru einhver merki
þess hráefnis sem notað hefur verið. Augljóslega er þó margt
annað en grastegundirnar sem áhrif hefur á fóðurgildið, svo
sem veðurfar, heyverkunaraðstaða svo og hvar og hvernig
110