Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 82
beiningarþjónustu. Sem skilyrði fyrir virku leiðbeiningarkerfi
nefndi Þórarinn eftirfarandi atriði:
1. Ná þarf til sem flestra bænda, —ekki síst afskiptra.
2. Bændur hafi áhrif á val verkefna.
3. Fá og vel skilgreind forgangsverkefni náist fram hverju
sinni.
4. Starfskraftar leiðbeinenda nýtist vel.
5. Traust samstarf og samræmi sé í starfinu.
6. Leiðbeiningar verði vel undirbúnar og valinn tími fáist til
þeirra.
7. Leiðbeiningarform nálgist sem mest einstaklingsleið-
beiningar.
8. Aðferðir verði sveigjanlegar, fjölbreyttar og síungar.
9. Haldgóð þekking bænda nýtist til miðlunar um fjórð-
unginn.
10. Ná yfirsýn yfir búskaparlegan vanda til verðugra rann-
sóknarverkefna og leiðbeininga síðar gegnum s.k. „vöku-
mannakerfi“.
Eftir að hafa rætt nokkuð einstaka þætti þessara atriða
dreifði Þórarinn uppkasti að eyðublaði sem sent yrði bændum
með ósk um að fundarmenn tækju það til umræðu og endur-
skoðunar í ljósi téðra hugmynda.
Þá talaði Jóhannes Sigvaldason um þekkingu og leiðbeiningar í
landbúnaði. Ræddi hann fyrst um áburðarleiðbeiningar og
síðan um fóðurgildi heyja. Lagði hann áherslu á áhrif fóður-
gildis á afurðir mjólkurkúa og þá um leið á afkomu bænda.
Ræddi hann í þessu sambandi mun á þroskaferli vallarfox-
grass og snarrótar. Vildi Jóhannes m.a. nýta upplýsingar frá
veðurstofunni til ákvörðunar á sláttutíma.
Hófust nú allfjörugar umræður, en þátt í þeim tóku auk
frummælenda eftirtaldir menn: Aðalbjörn Benediktsson, Jón
Árnason, Jónas Jónsson, Egill Bjarnason, Karl Friðriksson og
Jón Bjarnason.
Fundarmönnum var nú skipt niður í þrjár nefndir sam-
kvæmt erindum framsögumanna. I álitum nefnda kom fram
að unnið skyldi áfram að heimaöflunarmálum, að þörf væri
84