Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 45
Fjölgun berjarunna. Berjarunnum er auðvelt að fjölga með græðlingum, þ.e. rifsi og sólberjum, en stikilsberjum er betra að fjölga með sveig- græðslu. Áður er þess getið að sáning er aðeins notuð við kynbætur, en ekki annars. Góðar plöntur með alla sömu eig- inleika og móðurplantan fást aðeins með því að taka græðl- inga. Rifsi og sólberjum er fjölgað með vetrargræðlingum. Eru þeir klipptir áður en runnarnir byrja að laufgast á vorin og teknir af síðustu ársprotum, en ekki eldri greinum. Þeir eru hafðir um 20 sm á lengd. Þeim er stungið svo djúpt að ekki standi nema tvö brum upp úr moldinni. Græðlingarnir eiga að festa rætur og ein eða tvær greinar að vaxa nokkuð fyrsta sumarið. Næsta vor eru þær klipptar yfir tvö-þrjú brum, sem síðan eiga að vaxa og mynda fleiri greinar. Þannig ættu að fást góðar plöntur til gróðursetningar á þriðja ári. Stikilsberjum er fjölgað með sveiggræðslu. Hún fer þannig fram að valin er löng og sveigjanleg ársgömul grein neðarlega. Hún er lögð eftir moldinni og best að festa hana með litlum virkrókum. Síðan er mokað moldarlagi yfir. Þá vaxa rætur niður úr greininni og brumin mynda sprota sem vaxa upp úr moldinni. Þannig má fá fleiri en eina plöntu af hverri grein. Þær eru svo klipptar sundur og plantað þétt saman. Nýju greinarnar eru styttar mikið til þess að fá fleiri hliðargreinar. Blóma- og berjafall. Ýmsar ástæður eru til þess að blóm og ber detta af runnum. Slæmur jarðvegur, t.d. mjög leirborinn eða þá of sendinn og þurr getur valdið þessu. Þurrkur um blómgunartímann og fyrst á eftir er algeng orsök. Röng áburðargjöf getur haft áhrif í þessa átt svo sem klórskemmdir, kalískortur eða of mikið köfnunarefni. Of gamlar greinar fella oft mikið af berjum. Þá má nefna frostskemmdir og kuldatíð um blómgunartímann, sem gerir það að verkum að frjóvgun verður of lítil vegna lítillar umferðar skordýra. Það hefur komið í ljós í Noregi að léleg frjóvgun og fá fræ í beri veldur því að berin detta af eftir eina til tvær vikur. 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.