Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 24
lega fyrirskurðarhníf, sem til þess var smíðaður og naumast
eða ekki notaður á öðrum vettvangi. Hvar hann átti uppruna
sinn er óvíst, ef til vill í Ólafsdal, eins og ýmis önnur tæki, en
þeir, sem almennt voru notaðir í okkar sveit, voru flestir
smíðaðir af sveitungum, aðallega Halldóri á Melum og Sig-
urði í Gullbringu.
Stungugafflarnir leystu pálinn af hólmi. Þeir voru auðvitað
allir innfluttir eins og kastgafflarnir, eftir að þeir komu til
sögu, og eins og fyrr segir innfluttir með meðalgöngu Rækt-
unarfélagsins.
En svo voru það plógarnir, herfin og moldskúffurnar
(hestrekurnar) sem komu til sögunnar í Svarfaðardal á þessari
öld. Eg hef ekki fundið nein gögn, sem geta þess að plógur hafi
komið í sveitina fyrr. Ef til vill hefur arðurinn rispað svarf-
dælskan svörð á fyrstu öldum eftir landnám dalsins, en sér-
heiti eins og „akur“ eða forskeyti nafnorða í sama dúr eða
líkum, benda ekki til þess að akuryrkja hafi átt neina sögu í
Svarfaðardal.
Fyrstu plógförin innan dalsins má vel vera að Angantýr
Arngrímsson frá Gullbringu hafi rist eftir að hann kom frá
námi á Hólum um aldamótin. Hefur hann þá sennilega notað
plóg frá Ólafsdal. En brátt komu flest tæki af því tagi úr
smiðju sveitunga, sem fluttur var til Akureyrar, en það var
Sigurður Sigurðsson frá Hæringsstöðum, sem á fyrstu ára-
tugum aldarinnar var afkastamikill járnsmiður þar. Plógar
hans, tindaherfi, lappaherfi, moldskúffur og fleiri tæki til
landbúnaðar- og ræktunarstarfa, dreifðust víða um sveitir og
þótti að þeim mikill fengur til efldrar verkmenningar vítt um
land og ekki bara i okkar sveit.
Þúfnasléttunin.
Þótt hvatningar væru hátt á baugi um áratugi, sem brýndu
menn til dáða við sléttun landsins, til þess að gera bústörfin
auðveldari, bæði við ávinnslu og heyskap, voru ekki allir á
einu máli um ágæti árangursins. Minntist ég þess vel að þá
voru enn til góðir málsvarar þúfnanna.
„Víst minnkar yfirborð landsins þegar sléttað er“ sögðu
26