Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 93
M-
Bústadir grasanna eru þessir: 1) Siáfarsída, loca maritma. 2) Mýrar, loci palus-
tres. 3) Flódengi, margines inundatae. 4) Síkis-barmar,margines uliginosae.
5) Torf-mýrarjörd, loca cespitosa. 6) Fiöll, montes. 7) Skógar-runna-
jörd, loca nemorosa. 8) Skógar-jörd, humus silvatica. 9) Beiti-hagar, loci
arvenses. 10) Tradar-jörd,loci ruderales, og loksins 11) Slægiu-lönd, loci
pratenses.
Nú er þannig mælt um bústadi grasanna; en þótt þessu sé svo varit, þá er þó mikill
munr á, hvar gras-vöxtrinn er bestr, hvat at miklu leiti leidir af ásigkomulagi jardar-teg-
undanna og svo framv. Svört moldar-jörd er frióvsöm; þarnæszt Thon edr
Mergel-jörd2, sem mikit er af úti á Islandi, bædi fyrir vestan og nordan, þótt
hennar hafi verit gleymt at geta; en Sand-jörd, blöndud med Qvarzi, er þur
og mögur; og þannig hver jardar-tegund annari at nockru leiti frábrugdin, eptir þeirra
edli.
Þótt Skaparinn hafi prýdt Verölldina með óteliandi dægilegum jurtum, triám og ödru
þesskonar; þá verdr því samt eigi neitat, at fiöldi sá, er vex af grasa-tegundunum, er
miklu stærri, enn líkiaz kunni med hinum; og er þetta, sem allt annat, án efa með rádi
giört; þar qvik-fénadrinn þarf svo mikils fódurs árit umkríng, og grasa-tegundirnar eru
þar til fyrst og fremst ætladar, af því hver ein þeirra er full af kiarna, sem hvörttveggia
fædir og feitir sképnurnar, jafnvel þótt mikill munr sé á öllu þessu eptir kríngumstæðunum.
Mér kémr annars aptr í hug §. 4. hér at framan, og þá fyrst Siáfar-sídan. Við
hana (eg meina einkanlega, hvar siór fellr yftr) vaxa margar grasa-tegundir. Þessar eru
liúffengari og hollari, bædi fyrir naut- og saudpening, enn margar adrar, en þó einkum
saudfénadi, vegna sióselltunnar, og vökva þess, er jafnadarlega er í þesskonar grösum.
2) Mýrar. I mýrum eda veitum vex sialldan svo gott hey, at þægilegt sé nockrum
skepnum, sakir járn-láar og annars bitrleiks. Vallda þessu, sem optazt á Islandi, siálfskap-
arvíti, þar vatni er eigi afhleypt, sem vera byriar. 3) Flód-engi. Ar og lækir, er
stundum fara úr farvegi sínum á engiar upp, veita landinu holla friófgun. Þannig giörir
fliótit Nílus. 4) Síkis-barmar. At ærit sé lodit í og umkríng síki og kíla, vita allir;
en þær fleztu gras-tegundir, er þar vaxa, eru hardar atgaungu, eins og fleztar vatna-jurtir,
bædi fyrir naut og hesta, einkum á vetrar-degi. 5) Torf-mýrar. Þótt torf sé harla
nytsamr hlutr fyrir Island, þá eru samt þær grasa-tegundir, er vaxa þar, eigi hinar hollustu
til fódurs, svo sem t.d. fífa og þessk. 6) Fiöllin. Hærst á fiöllum uppi vaxa at sönnu
2) Mcla, jarðvcgskornin grófari cn í leir og íínni cn í sandi. Þctta cr hinn
algcngi fokjarðvcgur á íslandi.
95