Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 81
Aðalbjörn Benediktsson. Votheysgerð í V.-Húnavatnssýslu.
Áður óbirt.
Heimaöflunarnefnd Rfl.Nl. 1980-81. Nokkur orð um nýtingu
dýrmætasta heimaöflunarmöguleikans: Afurðagetu bú-
fjárins.
Áður óbirt.
Þórarinn Lárusson og Ólafur Guðmundsson. Sumarbeit
mjólkurkúa.
Freyr 1981 10, 368-374.
Samkvæmt meðmælum aðalfundar Ræktunarfélagsins
1981 var síðan haldinn fundur um skýrslu heimaöflunar-
nefndar og um nýjar leiðir í leiðbeiningarþjónustunni á veg-
um félagsins.
Fer útdráttur úr fundargerð þess fundar hér á eftir, en hann
var haldinn hinn 6. nóvember 1981 í húsakynnum Búnaðar-
bókasafnsins á Akureyri.
Til fundarins var boðið ráðunautum og formönnum
búnaðarsambandanna á Norðurlandi, skólastjóra og kennur-
um Bændaskólans á Hólum, tilraunastjóra og bústjóra Til-
raunastöðvarinnar á Möðruvöllum, Jóhannesi Sigvaldasyni
frv. framkvæmdastjóra Rfl. Nl. og Jónasi Jónssyni búnaðar-
málastjóra.
Fundarstjóri var Helgi Jónasson, Grænavatni, og fundar-
ritarar ráðunautarnir Jón Sigurðsson og Gunnar Ríkharðs-
son.
Fyrsta erindið flutti Bjarni E. Guðleifsson og fjallaði um
heimaöflun. Taldi hann að heimaöflunarbúskapur eða sjálfs-
nægtabúskapur, félli vel að hinum helstu þjóðfélagslegu
markmiðum. Þá fór hann nokkrum orðum um greinargerð
heimaöflunarnefndar og taldi að hún hefði einnig átt að ná til
annarra búgreina en hefðbundinnar jarðræktar og búfjár-
ræktar. Hann ræddi um auðlindir þær er búskapur byggir á
og taldi að með ákveðinni stefnumörkun mætti bæta nýtingu
þeirra, t.d. með fleiri og smærri búum og fjölhæfara atvinnu-
lífi í sveitum landsins.
Næst hafði Þórarinn Lárusson framsögu um nýjungar í leið-
83