Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 9
* framhaldsmenntun verðandi skólastjóra, er kom að starfi sem forstöðumaður hans eftir tveggja ára nám í Búnaðarháskóla og loknu kandídatsprófi, en það var Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Þróttmiklir áhugamenn um vel- ferð skólans studdu hann á námsbraut og stóðu fast að velferð skólans og miklu betur en þeir aðilar, sem fyrr höfðu verið bakhjarlar stofnunarinnar, sem Jósef Björnsson og Hermann Jónasson nutu styrks frá á vegum sýslufélaganna. Þungbær harðindakafli var liðinn hjá og vonarbjarmi um lausn þrúgandi fjárhagsvanda var í framsýn þegar amtið allt stóð að baki með leiftrandi áhuga amtmannsins og nýr skólastjóri með eldheit áhugamál kom að verki. Þá gerðu menn sér glæstar vonir um vaxandi velferð er vikið var til hliðar vandamálum og vegir ruddir og gatan greidd vegna þeirra, sem nám vildu stunda í búfræði. Hólaskóli og Rœktunarfélag Norðurlands. Með nýjum skólastjóra og nýskipan námsins frá árinu 1902 urðu umfangsmiklar breytingar á starfsháttum og starfrækslu skólans. Verklega námið, sem fyrr var staðbundið og í forsjá kennara, og stóð eiginlega allt skólavistarskeiðið og þá sett skör hærra en bóknámið, var fellt niður á þessum tímamótum og fært til þess horfs að vera framvegis rækt á stuttum náms- skeiðum í garðrækt og jarðrækt fyrst og fremst. Með svo umfangsmikilli aðsókn að skólanum, sem gerðist næstu árin, hefði reynst ókleift að framkvæma verknámið með áður ríkjandi fyrirkomulagi. Frá þessum tímamótum fór mikill orðstír af skólanum og fjöldi nemenda streymdi að. Má fullvíst telja að sú staðreynd hafi m.a. orðið meðverkandi þess, að frá og með árinu 1905 tók ríkið á sína vegu starfrækslu tveggja búnaðarskóla í landinu, lögum samkvæmt, annan á Hólum, hinn á Hvanneyri. Frá nefndum tímamótum gerðist fleira á Hólum, sem m.a. skóp byltingu á sviði ræktunarmála, á Norðurlandi sér í lagi. Það skeði í marsmánuði 1903 að bændanámskeið var haldið á Hólum. Við það tækifæri flutti skólastjórinn erindi og vakti máls á því, að viðeigandi væri að stofna félagsskap til eflingar 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.