Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 9
*
framhaldsmenntun verðandi skólastjóra, er kom að starfi sem
forstöðumaður hans eftir tveggja ára nám í Búnaðarháskóla
og loknu kandídatsprófi, en það var Sigurður Sigurðsson frá
Draflastöðum í Fnjóskadal. Þróttmiklir áhugamenn um vel-
ferð skólans studdu hann á námsbraut og stóðu fast að velferð
skólans og miklu betur en þeir aðilar, sem fyrr höfðu verið
bakhjarlar stofnunarinnar, sem Jósef Björnsson og Hermann
Jónasson nutu styrks frá á vegum sýslufélaganna.
Þungbær harðindakafli var liðinn hjá og vonarbjarmi um
lausn þrúgandi fjárhagsvanda var í framsýn þegar amtið allt
stóð að baki með leiftrandi áhuga amtmannsins og nýr
skólastjóri með eldheit áhugamál kom að verki. Þá gerðu
menn sér glæstar vonir um vaxandi velferð er vikið var til
hliðar vandamálum og vegir ruddir og gatan greidd vegna
þeirra, sem nám vildu stunda í búfræði.
Hólaskóli og Rœktunarfélag Norðurlands.
Með nýjum skólastjóra og nýskipan námsins frá árinu 1902
urðu umfangsmiklar breytingar á starfsháttum og starfrækslu
skólans. Verklega námið, sem fyrr var staðbundið og í forsjá
kennara, og stóð eiginlega allt skólavistarskeiðið og þá sett
skör hærra en bóknámið, var fellt niður á þessum tímamótum
og fært til þess horfs að vera framvegis rækt á stuttum náms-
skeiðum í garðrækt og jarðrækt fyrst og fremst.
Með svo umfangsmikilli aðsókn að skólanum, sem gerðist
næstu árin, hefði reynst ókleift að framkvæma verknámið
með áður ríkjandi fyrirkomulagi. Frá þessum tímamótum fór
mikill orðstír af skólanum og fjöldi nemenda streymdi að. Má
fullvíst telja að sú staðreynd hafi m.a. orðið meðverkandi þess,
að frá og með árinu 1905 tók ríkið á sína vegu starfrækslu
tveggja búnaðarskóla í landinu, lögum samkvæmt, annan á
Hólum, hinn á Hvanneyri.
Frá nefndum tímamótum gerðist fleira á Hólum, sem m.a.
skóp byltingu á sviði ræktunarmála, á Norðurlandi sér í lagi.
Það skeði í marsmánuði 1903 að bændanámskeið var haldið á
Hólum. Við það tækifæri flutti skólastjórinn erindi og vakti
máls á því, að viðeigandi væri að stofna félagsskap til eflingar
11