Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 71
BJARNI E. GUÐLEIFSSON:
UM LÍFEÐLI TÚNGRASA
Inngangur.
Island er talið grasræktarland. Búskapur hér byggist mest á
fóðuröflun af graslendi, ræktuðu og óræktuðu. Grösin eru
þannig byggð að þau þola slátt og beit betur en annar gróður
og henta því vel til endurtekinnar fóðuröflunar. Flestar aðrar
plöntur (t.d. kál) spretta lítið aftur ef toppurinn er skorinn af
þeim, og síendurtekinn sláttur drepur þær. Grösin eru hrá-
efnið í heyið. Vörugæðin, heygæðin, fara mikið eftir gæðum
hráefnisins, grasanna. Að þessu leyti eru grastegundir mjög
mismunandi.
Grastegundir.
íslensk tún eru yfirleitt vaxin blendingsgróðri, blöndu margra
grastegunda, enda þótt oft sé ein tegund ríkjandi. Sumum
þeirra er sáð í túnin en aðrar eru íslenskar að uppruna og
koma í túnin þegar sáðgresið lætur undan síga. Vallarfoxgras,
vallarsveifgras og snarrót eru meðal þeirra algengustu í ís-
lenskum túnum. Vallarfoxgras er sáðgresi. Vallarsveifgras er
líka sáðgresi en oft er mikið af innlendu vallarsveifgrasi í
túnunum. Snarrótin er hins vegar ekki sáðgresi og er af inn-
lendum uppruna. Auk þessara þriggja grastegunda má nefna
varpasveifgras, sem lifir eitt eða tvö sumur, og er af innlend-
um uppruna, túnvingul og língresi, sem einnig eru að mestu
af innlendum uppruna, og háliðagras sem er sáðgresi. Engin
73