Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 84
Jákvæð svör skiptust þannig eftir búnaðarsambandssvæð-
um:
Fjöldi bænda
Já um sem sendu viðbótarsvar
Búnaðarsamband sláttutima eða athugasemdir
V.-Hún............................. 17 10
A.-Hún............................. 13 12
Skag............................... 13 5
Eyjaf.............................. 33 22
S.-Þing............................ 12 8
N.-Þing............................. 7 7
Samtals...................... 95 64
Val manna um önnur áhugasvið voru mörg og margvísleg.
Alls komu fram 154 óskir um önnur verkefni frá þessum 64
bændum. Erfitt er að gera þeim skil í stuttu máli, en til þess að
gefa af þeim einhverja hugmynd var eftirfarandi flokkun
gerð:
Óskir
Jarðrækt (aðallega endurræktun, kal, framræsla)........... 53
Fóðurverkun (aðallega heygæði, heyöflun, sláttutími) ..... 33
Búfjárrækt (aðallega fóðrun, hirðing, hámarksafurðir). 30
Hagfræði ................................................. 16
Bútækni (aðallega heyhirðing)............................. 10
Aðrar búgreinar............................................ 7
Félagsmál................................................... 3
Rannsókna- og tilraunmál.................................... 2
Af þessari könnun virðist ljóst að mál, sem snerta á einn eða
annan hátt endurræktun túna, sé sá málaflokkur sem þessir
bændur kjósi helst að fræðast um, og rétt væri að taka næst til
meðferðar.
Hvað varðar framkvæmd þess verkefnis sem uppá var
boðið verður að játa það, að framkvæmd þess var mjög ófull-
86