Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 97
í hans Isl. Nat. Hist. bls. 156; 3) flexuosa; 4) montana; 5) subspicata; 6) alpina;
og 7) aquatica. Vidvíkiandi a) Aira caerulea23, þá þótt hún grói allrahellzt, hvar votlendt
er, svo etr þó peníngr hana feginsamlega. b) Cespitosa26 vex í frióvsamri jörd, og hví
þá eigi á túnum? Þessi gras-tegund er svo dýrmæt, at henni verdr varla ofmiög hrósat.
(Siá Acta Stockholm. Arit 1742). 1 Svíþiód er henni sád sem korni, og mundi þetta eigi
tídkaz, væri hún í lægra gylldi, þvíat at sá, kostar mikit, og einginn giörir þat, nema
hann viti sérvissa ábata-von. Par í landi eru engiarnar kríngum Fahlúns Bergslag
allar þaktar med nefndri gras-tegund, sem öllum peníngi er miög þægileg, og gagnar
ásamt til miólkur og fitu. c) Flexuosa2' vex þar hrióstr eru. d) Montana27, e) subspicata28,
1) alpina29 og g) aquatica30. At sönnu etr peníngr þær seinuztu 5 graz-tegundir, en alldregi
ná þær áttinni með cespitosa26, og má þaraf ráda hve miklu vardi til búnadarins nyt-
semdar, eigi einúngis at þeckia Kynferdi Jurtanna, helldr og ásamt því hvers-
konar tegundir. Differentia specifica, eda tegunda-greiníngin, er ærit lítil í
þessu tilliti, en þat er þó hún, sem giörir mismuninn. A þennan hátt má madr eigi taka
qvid pro quo, eda hvat fyrir annat, þvíat Náttúrunnar-ríki umber þat egi, ef verda skal
at réttu gagni. Undirstada dl margra gódra hluta í búskaparháttunum er sá lærdómr,
at þeckia grös vel; þvíat þau benda til landslags, mótorfs og margs annars, er ella yrdi
bágt at uppgötva, siá §. 7. at framanverdu.
§•15:
Framvegis vaxa afþví grasi, er Jurtaþeckendr (Botanici) kalla Poa31,7 tegundir,
þat er at skilia: 1) Pratensis; 2) trivialis; 3) compressa; 4) annua; 5) angustifolia; 6)
alpina og 7) maritma. Líklegt er, at poa aquadca , sem Norskir kalla Elvekong,
sé einnig úti á Islandi, þótt menn hafi eigi enn þá fundit hana (At bæta vid þat er ábrestr
í Flora Islandica, væri óskandi Hr. Jón Petursson Fiórdúngs-Chirurgus33 vildi á hendur
takaz, eptir því hann hefir alla þá þeckíng, er til þessa nægir). Vidvíkiandi annars nytsemd
ádrsagdra gras-tegunda, þá er svo ummællt, at 1) af poa pratensi34 vex yfrit mikit á
Islandi, bædi vid heima-hýsi og utangards. Allr quik-fénadr girniz at eta þessa tegund,
og hefir mér virdz, sem miklu meiri hluti sé til af henni á Islandi, enn ödrum gras-tegund-
25) Molinia cacrulca, vcx ckki hcrlendis.
26) Snarrótarpuntur.
27) Bugðupuntur.
28) Trisctum spicatum, lógrcsi.
29) Fjallapuntur.
30) Catabrosa aquatica, vatnsnarfagras.
31) Svcifgras.
32) Glyccria maxima, vcx ckki hcrlcndis.
33) Jón Pctursson, Qórðungslæknir í Viðvík. Var skólabróðir ólafs í
Kaupmannahöfn.
34) Vallarsvcifgras.